Evróputúrinn: Thomas Björn sigraði í Sviss
Það var Daninn Thomas Björn, sem sigraði á Omega European Masters mótinu í Crans Montana, í Sviss. Hann og Englendingurinn Craig Lee, sem átti svo glæsilegan hring í gær upp á 61 högg voru jafnir í 1. sætinu eftir 72 holur. Báðir voru búnir að spila á 20 undir pari, 264 höggum; Björn (66 66 67 65) og Lee (71 65 61 67). Það þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra og vann Thomas Björn þegar á 1. holu bráðabanans (þ.e. 18 holuna) þar sem hann fékk fugl en Lee, þurfti að sætta sig við 2. sætið á pari. Í 3. sæti varð Frakkinn Victor Dubuisson á samtals 19 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2013
Það er Þórður Rafn Gissurarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 26 ára afmæli í dag. Þórður Rafn er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem hefir spilað mikið á þýsku EPD-mótaröðinni. Nú síðast spilaði hann í Preis des Hardenberg í Golf Club Hardenberg í Northeim, Þýskalandi 1.-3. september s.l. og flaug í gegnum niðurskurð og hafnaði í 18. sæti. Sjá má viðtal Golf 1 við Þórð Rafn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (45 ára) ….. og …… Margrét Elsa Sigurðardóttir (47 ára) Ólína Þorvarðardóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira
Evróputúrinn: Craig Lee leiðir í Crans
Það er Craig Lee sem leiðir fyrir lokahring Omega European Masters mótsins, sem þegar er hafinn í Crans Montana í Sviss. Lee er samtals búinn að spila á 197 höggum (71 65 61) og var skorkort hans sérlega glæsilegt í gær þegar hann átti hring upp á 61 högg, þar sem hann kláraði fyrri 9 m.a. á 28 höggum (fékk 8 fugla!!!) Til þess að fylgjast með 4. hring (á skortöflu) sem þegar er hafinn SMELLIÐ HÉR:
GKM: Kristján og Jóhanna sigruðu í Golf og Gufu!
Í gær fór fram hið glæsilega Golf og Gufu golfmót á Krossdalsvelli í Mývatnssveit hjá Golfklúbbi Mývatnssveitar (GKM). Þátttakendur að þessu sinni voru 19, 5 kven- og 14 karlkylfingar. Leikfyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf í bæði karla og kvenna flokki og var fullt af glæsilegum vinnungum fyrir fyrstu 3 sæti í báðum flokkum. Þar að auki verða nándarverðlaun og happdrætti úr skorkortum. Sigurvegarar geta ekki tekið þátt í happdrættinum. Glæsilegir vinningar voru að vanda og má þar nefna t.d. gjafabréf frá Daddis Pizza, Vogafjósi, Mýflugi, nudd frá Ástu Price, gjafabréf í ferð í Lofthelli frá Saga Travel og fleira og fleira. Boðið var upp á hressingu að loknum 9 holum Lesa meira
Frægir kylfingar: Angie á afmæli í dag!
Angela Kay „Angie“ Everhart, fæddist í dag fyrir 44 árum. Margir kannast við þetta fallega rauðhærða, bandaríska módel, sem auk þess er leikkona. Angie hefir m.a. setið fyrir í mörgum tölublöðum Sports Illustrated bikíníblaðinu og varð síðan þekkt á því að sitja nakin fyrir í Playboy árið 2000. Angie er 1,82 m á hæð. En Angie er miklu meira en leikkona og módel. Hún er kylfingur sem hefir spilað golf frá 5 ára aldri og er með 27 í forgjöf. Angie var gift í 3 mánuði en sótti síðan um skilnað. Hún átti í stuttu sambandi með hinum sjokkerandi útvarps- og sjónvarpsþáttastjórnanda, Howard Stern og stuttlega trúlofuð Sylvester Stallone árið Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (7): Úrslit eftir fyrri dag
Í dag hófst síðasta mót á Íslandsbankamótaröðinni, á keppnistímabilinu 2013. Spilað er á Grafarholtsvelli. Skráðir til leiks voru 147 en 126 eru við það að ljúka keppni; 31 kven- og 95 karlkylfingar. Af þeim úrslitum sem fyrir liggja er Gísli Sveinbergsson, GK, á besta skori dagsins 74 höggum! Eftir fyrri dag mótsins er staðan eftirfarandi: Ekki liggja fyrir úrslit í yngstu flokkunum – stelpu-og strákaflokk 14 ára og yngri. Í flokki 15-16 ára telpna: 1 Eva Karen Björnsdóttir GR 12 F 42 45 87 16 87 87 16 2 Saga Traustadóttir GR 9 F 44 46 90 19 90 90 19 3 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 13 F 49 46 Lesa meira
Bakslag hjá Birgi Leif
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti hring vonbrigða á Pléneuf í dag, þar sem hann fékk m.a. slæman skramba, sem eyðilagði annars ágætis hring hans. Skrambinn kom á par-4 12. brautina, en þar var Birgir Leifur með 9 högg á skorkortinu en hélt jöfnu á hinum 17 holunum. Niðurstaðan því bakslag upp á 5 yfir par í dag. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 3 yfir pari (65, 73 75) Birgir er ekki sá eini þar sem mikill munur er á skori milli daga. Hér mætti t.a.m. benda á bróður Carly Booth, Wallace, frá Skotlandi sem spilaði á 67 höggum fyrsta daginn en var á 75 höggum, líkt og Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (6): Úrslit – Myndasería
Í dag fór fram á Korpúlfsstaðavellií hvassviðri og kulda 6. og síðasta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka. Það voru 54 krakkar sem voru skráðir í mótið og 46 luku keppni; 39 karlkyns keppendur og 7 kvenkylfingar. Keppendur léku nýjustu lykkju Koprúlfsstaðarvallarins, Landið, í tvígang. Golf 1 var á staðnum og má sjá litla myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Úrslit voru eftirfarandi: Í flokki 14 ára og yngri stráka: 1 Lárus Garðar Long GV 44 F 36 41 77 5 77 77 5 2 Daníel Ísak Steinarsson GK 41 F 45 39 84 12 84 84 12 3 Andri Már Guðmundsson GKJ 49 F 43 42 85 13 85 85 13 4 Lárus Lesa meira
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (6) – Á Korpu – 7. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins: Mae Louise Suggs – 7. september 2013
„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og á því 90 ára stórafmæli í dag! Hún býr sem stendur á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var á yngri árum sínum Lesa meira







