Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 18:00

Rose fær lífstíðarkeppnisrétt á Evrópumótaröðinni

Justin Rose fékk í gær heiðurslífstíðarkeppnisrétt á Evrópumótaröðinni í viðurkenningaskyni á frábærum sigri hans á Opna bandaríska risamótinu s.l. júní. Rose sem hafði betur gegn Phil Mickelson og Jason Day og sigraði á Merion golfklúbbnum og vann þannig fyrsta risamótstitil sinn fékk þessa sérstöku heiðursviðurkenningu úr hendi framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar, George O’Grady á blaðamannafundi fyrir DP World Tour Championship, sem hefst á morgun í Dubaí. „Þetta er virkilega ótrúlegur heiður,“ sagði Rose m.a. sem er sem stendur nr. 2 á peningalista Evrópumótaraðarinnar og keppir um að verða krýndur nr. 1 á peningalistanum í 2. sinn á ferlinum. „Fyrir strák sem hóf feril sinn með því að komast ekki í gegnum niðurskurð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 15:30

Cheyenne Woods endurgerir fræga auglýsingu Tiger

Frænka Tiger Woods og fyrrum skólafélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR í Wake Forest hefur endurgert fræga auglýsingu frænda síns, Tiger. Sjá má auglýsingu Cheyenne á Instagram og síðan þar fyrir neðan auglýsingu Tiger með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 15:00

Nr. 8 telur að stærstu mótaraðir munu sameinast

Nr. 8 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn, Matt Kuchar telur að stærstu mótaraðir í karlagolfinu muni sameinast. Matt Kuchar var spurður um þetta í gær á Australian Masters og svar hans var þetta: „Ég sé algerlega fyrir mér að PGA Tour, Evróputúrinn, Asíutúrinn og Ástral-Asíutúrinn muni sameinast í eina alþjóðlega mótaröð.“ „Ég hugsa að það muni gerast með tímanum.“ Þetta er nokkuð sem tekist hefir vel í tennisnum, en hefir aldrei almennilega komist í framkvæmd í golfinu, nema þegar allir sameinast í risamótunum. Kuchar virðist þó nokkuð viss í sinni sök að þetta sé það sem koma muni: „Það virðist sem það muni gerast fljótar nú en ég taldi á síðasta ári.“

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 13:30

Hvaða golfskór er bestur fyrir ykkur?

Ég hef oftar en einu sinni fengið hælsæri af golfskónum mínum. En jafnskjótt og búið er að ganga þá út kaupi ég alveg eins skó. Það er vegna þess að mér finnst þessir golfskór þægilegir.  Þeir eru reynar markaðssettir sem þægindalegir heilsugolfskór. Þessir tilteknu golfskór eru val margra annarra, og skórnir í annarri línu að vísu eru líka val fólks,  sem vinnur störf þar sem mikið er staðið s.s. kokkar og hjúkrunarfræðingar En eru heilsuskór alltaf þeir sem eru bestir? Ekki endilega, skv. nokkrum fótasérfræðingum. Að kaupa skó í merkjum, sem sérhæfa sig í þægindalegum skóm eða eru a.m.k. auglýstir sem slíkir er engin trygging fyrir að skórnir séu þæginlegir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Stefán Rafnsson – 13. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Rafn Stefán Rafnsson. Rafn Stefán er fæddur 13. nóvember 1978 og er því 35 ára í dag. Rafn Stefán er í Golfklúbbi Borgarness. Hann skipti nú nýlega um golfklúbb en fyrir ári síðan varð Rafn Stefán klúbbmeistari Golfklúbbsins Odds.   Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rafn Stefán Rafnsson (35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (70 ára stórafmæli!!!);  Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (54 ára);  Sahra Hassan, 13. nóvember 1987 (26 ára)….. og …… Golfklúbburinn Mostri (29 ára)   Baldvin Þór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 10:00

Trump hefur mál g. skoska ríkinu vegna vindorkuvers

Lögmenn bandaríska billjónamæringsins Donald Trump hafa hafið mál þar sem lögmæti ákvörðunar skoska ríkisins,  þar sem samþykkt var að byggja vindorkuver undir ströndum Aberdeenshire er dregin í efa. Vindorkuverið blasir við af miljarðalinksara Trump og Trump telur það vera sjónmengun. Donald Trump telur túrbínurnar hafa neikvæð áhrif á golfvöll sinn Vagninn var settur fyrir framan hrossið án heimildar þegar heimild var veitt til byggingar vindorkuvers, hélt lögfræðingateymi Trump fram fyrir  Court of Session í Edinburgh. Þar krefst Trump lögbanns á 11 túrbínu vindorkuvers European Offshore Wind Deployment Centre (EOWDC) og heldur því fram að það skemmi útsýnið af golfvelli hans. Eins hefir einn lögmanna Trump, Gordon Steele QC haldið því fram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 09:00

Lee Westwood sigurvegari í að hitta á fljótandi flöt af hótelþaki í Dubaí

Lee Westwood stóð uppi sem sigurvegari í sérstakri kynningarkeppni fyrir DP World Tour Championship mótið, sem hefst á morgun í Dubaí. Málið var að slá golfbolta úr 90 metra hæð þ.e. af 22. hæð Atlantis hótelsins, þar sem allir þátttakendur mótsins gista á, niður á fljótandi flöt, sem var í um 220 metra fjarlægð frá „teig“ þ.e. þaki Atlantis hótelsins. Þeir sem þátt tóku voru auk Westy: Henrik Stenson Martin Kaymer, Justin Rose, David Howell og Ian Poulter. Lee Westwood sló næst pinna og hlaut að launum 5 nótta gistingu í sérstakri svítu hótelsins undir sjó. Til þess að sjá myndskeið af því þegar slegið var af 22. hæð Atlantis hótelsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 08:00

Nýja jólalínan frá Loudmouth

Loudmouth Golf, sem  er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á mynstruðum og oft skræpóttum golffatnaði, slíkum sem bandaríski kylfingurinn John Daly er eitt frægasta módelið fyrir,  er búið að setja á markað nýja jólalínu, sem aðeins er framleidd í litlu upplagi. Um er að ræða jólalegar síðbuxur, stuttbuxur, mínípils og skorts þ.e. pilsbuxur með myndum af jólasveinum á seglbrettum og jólagjöfum. Stofnandi Loudmouth Golf og aðalhönnuður Scott ‘Woody’ Woodworth sagði m.a. um nýju línuna sína: „Þetta er ætlað fyrir þá sem halda Hátíðina hátíðlega, en nýju jólamynstrin munu gera ykkur að lífi og sál hvers partýs.“ „Mynstrin tvö heita á frummálinu „Jingle Balls“ (svarta línan með jólagjafamyndunum) og Surfin Santas  (þ.e. bláa línan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 21:30

GL: Jón Ármann, Halldór Fr. og „Þrír endajaxlar“ sigruðu á Haustmótaröð Bílvers og Gras Tec

Laugardaginn 9. nóvember 2013 fór fram sjötta og síðasta mótið í haustmótaröðinni sem Bílver og GrasTec buðu upp á, á Garðavelli síðastliðna sex laugardaga. Um var að ræða níu holu mót sem spilað var á seinni níu holum vallarins.  Mótið var leikið í tveimur forgjafaflokkum og samhliða var spiluð liðakeppni þar sem þrír kylfingar mynduðu lið. Þátttakendur í mótaröðinni voru um 55 talsins og var ánægjulegt að sjá hvað félagsmenn voru virkir í að taka þátt og fjölmenna hverju sinni en að jafnaði voru 35-40 manns sem spiluðu á hverjum laugardegi. Veðrið lék við kylfinga í lokamótinu líkt og alla hina laugardagana en ávallt var spilað inn á sumarflatir þrátt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 21:00

Stenson slær bolta af þaki Atlantis hótelsins – úlnliðurinn enn áhyggjuefni

Henrik Stenson tók þátt í kynningarathöfn fyrir  DP World Tour Championship í gær þegar hann sló bolta af þaki Atlantis hótelsins, í Dubaí þar sem allar golfstjörnurnar búa meðan mótið fer fram. „Svona til langs tíma litið vona ég að ég sé ekki að eyðileggja eitthvað (í úlnliðnum) eða gera það að verkum (með golfleik mínum) að það muni taka lengri tíma að laga seinna,“ sagði Stenson. Stenson var jafnvel að hugsa um að draga sig úr mótinu. „Ég ætla að sjá hvað sjúkraþjálfarinn minn segir,“ sagði Stenson við blaðamenn eftir að hafa lokið Turkish Airlines Open mótið T-7. „Kannski ef ég sleppi Pro-Am-inu og fæ fulla 2 daga hvíld, kannski Lesa meira