Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 09:00

Lee Westwood sigurvegari í að hitta á fljótandi flöt af hótelþaki í Dubaí

Lee Westwood stóð uppi sem sigurvegari í sérstakri kynningarkeppni fyrir DP World Tour Championship mótið, sem hefst á morgun í Dubaí.

Málið var að slá golfbolta úr 90 metra hæð þ.e. af 22. hæð Atlantis hótelsins, þar sem allir þátttakendur mótsins gista á, niður á fljótandi flöt, sem var í um 220 metra fjarlægð frá „teig“ þ.e. þaki Atlantis hótelsins.

Þeir sem þátt tóku voru auk Westy: Henrik Stenson Martin Kaymer, Justin Rose, David Howell og Ian Poulter.

Lee Westwood sló næst pinna og hlaut að launum 5 nótta gistingu í sérstakri svítu hótelsins undir sjó.

Til þess að sjá myndskeið af því þegar slegið var af 22. hæð Atlantis hótelsins SMELLIÐ HÉR: