5 ráð þegar spilað er í köldu veðri
Þegar búið er jafnnorðarlega og á Íslandi, þá er varla til sá kylfingur sem ekki hefir barist áfram á golfvellinum í köldu veðri. Það er ekkert nýtt fyrir íslenska kylfinga að þurfa að vefja sig í mörg lög af fötum og það er ekki fyrr en viðkomandi kylfingar spila á suðlægari slóðum sem tekið er eftir hversu mjög fatalögin hamla fullri sveiflu. Auk þess hefir kaldari og þyngra loft í för með sér breytingar m.a. á boltaflugi þannig að boltinn fer ekki eins langt. Hér eru 5 ráð hvernig auka má líkurnar á að halda golfleiknum eins stöðugum og mögulegt er jafnvel við köldustu aðstæður. Það er ekki ólíklegt að Lesa meira
Rory vill aldrei aftur á lögmannsstofu
Tvöfaldi risamótsmeistarinn Rory McIlroy hefir látið frá sér fara að hann vilji aldrei aftur sjá innviði lögmannsstofa aftur. Rory sneri sér aftur að keppnisgolfi og kemur til með að verja titil sinn á lokamóti Evrópumótaraðarinnar DP World Tour Championship á Jumeriah Estates golfvellinum, í þessari viku en mótið hefst n.k. fimmtudag. Hann hefir ekki sigrað í nokkru móti frá því í þessu í Dubaí á síðasta ári, en þá var hann í hörkuspilaformi fékk m.a. 5 fugla á lokaholurnar og vann Justin Rose og varð í 1. sæti peningalista beggja vegna Atlantsála, aðeins 2. á eftir Luke Donald til þess að takast það! Á s.l. 12 mánuðum hefir líf Rory utan vallar Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Lu upp um 9 sæti
Teresa Lu, sú sem vann Mizuno Classic á LPGA mótinu á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, í Japan s.l. helgi fer upp um 9 sæti á Rolex heimslistanum þ.e. fer úr 65. sæti í það 56.. Litlar breytingar eru meðal efstu 10 á listanum – Inbee Park er í efsta sæti með 11.98 stig; í 2. sæti er „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen, ekki langt undan með 11,35 stig og í 3. sæti og aðeins lengra í hana er Stacy Lewis með 9,76 stig. Sætaskipta hafa ungi nýsjálenski kylfingurinn Lydia Ko, sem aftur er komin í 4. sæti (með 6.93 stig) og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu (með 6.88 stig), Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ——— 12. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og er því 26 ára í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað tvívegis á ferli sínum sem atvinnumaður á HP Byron Nelson mótinu 23. maí 2010 og á Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007. Eftirtektarverðast er þó góð frammistaða hans á risamótum golfsins þar hefir hann landað 2. sætinu tvívegis þ.e. á Masters 2011 (T-2) og á Opna bandaríska 2011. Sem stendur er Jason Day nr. 20 á lista yfir bestu kylfinga heims. Jason er kvæntur Ellie Harvey, frá Lucas, Lesa meira
Af hverju Briny Baird er mesti „looser“ PGA Tour
Áður en þið farið að vorkenna aumingja Briny Baird og hneykslist yfir að enn skuli vera skrifuð ein svona leiðinda grein um aumingja manninn skulið þið hafa í huga að hann hefir á ferli sínum unnið sér inn $ 13 milljónir (yfir 1500 milljónir íslenskra króna) fyrir að spila golf á PGA Tour …. án þess að sigra svo sem eins og í 1 skipti!!! Golfið snýst ekki bara um peninga, jafnvel ekki meðal atvinnumannanna. Um síðustu helgi leit út fyrir að Briny Baird, kylfingurinn með fyndna nafnið og fyndna hattinn myndi LOKS sigra, en hann varð enn einu sinni í 2. sæti og tapaði fyrir Chris Kirk, með 1 Lesa meira
Els ætlar ekki að spila í móti Tiger
Ernie Els hefir ákveðið að taka ekki þátt í móti Tiger Woods World Challenge vegna þess að hann langar meira til að spila í Nedbank Golf Challenge, heima í Suður-Afríku. Með þessu setur Els met í þátttöku á Nedbank Golf Challenge en þetta verður í 17. sinn sem hann tekur þátt í $6.5 millijóna Nedbank Golf Challenge í Gary Player Country Club, en mótið fer fram 5-8. desember n.k. „Ég hlakka virkilega til að koma aftur og spila í svona sérstöku móti,“ sagði Els, sem vann Nedbank mótið árin 1999, 2000 og 2002. Síðast mætti Els í mótið 2010. „Við erum hæstánægðir að Ernie er meðal keppenda,“ sagði mótsstjóri Sun International, Alastair Roper. Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Chris Kirk?
Chris Kirk vann í gær 2. sigur sinn á PGA Tour, en Kirk er nafn sem ekki margir nema kannski allra mestu golfáhugamenn kannast við. Hver er kylfingurinn? Chris Kirk fæddist 8. maí 1985 í Atlanta, Georgíu og er því 28 ára. Þó hann hafi fæðst í Atlanta fluttist hann ungur til Woodstock í Georgíu, þar sem hann ólst upp. Chris lék með golfliði University of Georgia og var í 1. deild NCAA ásamt þeim Kevin Kisner, Richard Scott and Brendon Todd, sem allir gerðust atvinnumenn í golfi. Chris Kirk gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 6 árum eftir útskrift úr háskóla, 22 ára. Hann spilaði í fyrstu á Nationwide Tour (nú Lesa meira
GSG: Annel og Erla Jóna sigruðu á 4. móti Haustmótaraðarinnar
Laugardaginn 9. nóvember s.l. fór fram 4. mótið á Haustmótaröð GSG. Það voru 69, sem tóku þátt, þar af 7 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulagið var hefðbundið puktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni og 1 verðlaun fyrir besta skorið. Það var heimakonan Erla Jóna Hilmarsdóttir, en hún var með 37 punkta. Í 2. sæti varð Sverrir Salberg Magnússon, GK á 35 punktum (en hann var með 20 punkta á seinni 9). Í 3. sæti varð síðan Halldór Einarsson, GSG, einnig með 35 punkta (en með 18 á seinni 9). Á besta skorinu voru þau Annel Jón Þorkelsson, GSG og Þórdís Geirsdóttir, GK, en Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Baldursdóttir – 11. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Baldursdóttir. Ólöf er í Golfklúbbnum Keili og m.a. í kvennanefnd Keilis. Ólöf er gift Arnari H. Ævarssyni og á 3 börn. Auk þess að taka sjálf þátt í mótum í sumar, þar sem hápunkturinn er e.t.v. sigur hennar á Lancôme mótinu á Hellu s.l. vor þá hefir Ólöf verið dugleg að draga fyrir son sinn, Arnar Gauta Arnarsson, sem spilaði á Áskorendamótaröð Íslandsbanka s.l. sumar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Ólöf Baldursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (62 ára); Róbert Garrigus, Lesa meira
Laurie Rinker sigraði á Legends Tour Open
Laurie Rinker sigraði á lokamóti keppnistímabilsins á Legends Tour Open, í gær, sunnudaginn 10. nóvember 2013. Rinker paraði lokaholuna og átti 1 högg á þær Trish Johnson, Lorie Kane og Barb Mucha. Eftir frábæran fyrri hring upp á 6 undir pari, 67 högg á laugardeginum, þar sem hún átti 3 högg á næstu keppendur þá spilaði hin 51 ára Rinker á 74 höggum í gær og lauk leik á samtals 5 undir pari, 141 höggum (67 74) á Island velli Innisbrook golfstaðarins. Rinker hlaut $30,000 fyrir 1. sætið. „Það er erfitt að spila með magann í hálsinum,“ sagði Rinker, sem vann 2 mót á LPGA mótaröðinni. „Ég byrjaði vel á fyrri Lesa meira










