Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 13:30

Hvaða golfskór er bestur fyrir ykkur?

Ég hef oftar en einu sinni fengið hælsæri af golfskónum mínum. En jafnskjótt og búið er að ganga þá út kaupi ég alveg eins skó.

Það er vegna þess að mér finnst þessir golfskór þægilegir.  Þeir eru reynar markaðssettir sem þægindalegir heilsugolfskór. Þessir tilteknu golfskór eru val margra annarra, og skórnir í annarri línu að vísu eru líka val fólks,  sem vinnur störf þar sem mikið er staðið s.s. kokkar og hjúkrunarfræðingar

En eru heilsuskór alltaf þeir sem eru bestir? Ekki endilega, skv. nokkrum fótasérfræðingum.

Að kaupa skó í merkjum, sem sérhæfa sig í þægindalegum skóm eða eru a.m.k. auglýstir sem slíkir er engin trygging fyrir að skórnir séu þæginlegir eða góðir fyrir ykkur.

Hvað gerir skó að þægindalegum skó? Almennt séð þýðir það að settur er sérstakur púði undir fótinn og styrktarbitar yfir rist, sem styður við hana.

Nú skulum við nafngreina eina tegund skóa (enda framleiða þeir svo vitað sé enga golfskó) en það eru Birkenstock heilsusandalar og aðrar línur eru með mótaðan sóla og sérstakan bikar fyrir hæl og stuðningspúða undir fremri hluta fótar (svokallaðan metatarsal púða á ensku), sem tekur þrýstingin af fætinum. „Þetta eru virkilega þægindalegir skór og margir kaupa þá,“ sagði Erika Schwartz, sem er fótasérfræðingur hjá DC Foot and Ankle í Washington.

En aðrir gera það ekki. Því ekki allir þægindalegir skór eru þægilegir eða heilsusamlegir fyrir sérhvern fót.

Lítil rannsókn var gerð á fólki með gigt í hnjám og þá kom í ljós að heilsuskór sem veittu mikinn stuðning voru erfiðari og harðari fyrir hnén en önnur tegund skóa og fólk sagði að það myndi jafnvel frekar vilja ganga í espadrillum eða berfættir.

Þetta er aðeins smá dæmi um að skór sem veita sérstakan stuðning og eiga að vera þægilegir geta verið óþægilegir fyrir liðamót ofan við ökkla a.m.k. tímabundið og e.t.v. hjá fólki með gigt.

„Hver eru bestu skórnir? Ég heyri þessa spurningu u.þ.b. 20 sinnum á degi,“ segir Selene Parekh, fótaskurðlæknir við  Duke University Health System.

Parekh segir að fólk (kylfingar) eigi að leita sér að skóm sem því sjálfu finnist veita sér styrk og vera þægilegir.  Ekki eltast við merki eða fara eftir tísku-straumum.  Þetta þýðir að það er ónauðsynlegt að eyða 40.000 kr. í „heilsuskó“ með „anatómískan sóla“ eða falla fyrir álíka auglýsingabellibrögðum.

Ef þið eruð með fótamein þá er best að komast að því hvernig þið gangið. Eruð þið með ilsig? Snúið þið fót ykkar þannig að innri rönd sólans ber mestan hluta þyngdar ykkar?  Eruð þið með útistandandi bein? Er ristin há eða flöt?

Þegar sjúklingar koma til Parekh og kvarta undan verkjum í fótum lítur hún oftar en ekki að mynstrið undir sóla á skóm viðkomandi.  Ef innri hluti sólans er tærður þá er viðkomandi líklega með ilsig því flatur fótur veldur að mestöll þyngdin er á þessum hluta skósins.  Öfugt ef ytri sólin er yfir um tærður þá bendir það til of hárrar ristar. Ef sólinn er tærður meira undir hæl eða um miðhluta sólans getur það bent til manneskju sem „gengur á hælum“ eða „tám“.

Þetta mynstur göngu er ekki vandamál í sjálfu sér. „En ef þið finnið ekki til þegar þið gangið þá er göngumynstur ykkar fínt,“ segir Parekh.

Ef þið eruð þjáð (sérlega slæmt ef spilaðir eru margir hringir í röð) þá er ekki óráðlegt að fara í göngugreiningu eða finna sér fótasérfræðing – jafnvel fótaskurðlækni/bæklunarlækni sem getur hjálpað til við valið á skóm, sem dregið getur úr sársauka þegar gengið er.

Heimild: Denver Post