Skrúður 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 21:30

GL: Jón Ármann, Halldór Fr. og „Þrír endajaxlar“ sigruðu á Haustmótaröð Bílvers og Gras Tec

Laugardaginn 9. nóvember 2013 fór fram sjötta og síðasta mótið í haustmótaröðinni sem Bílver og GrasTec buðu upp á, á Garðavelli síðastliðna sex laugardaga.

Um var að ræða níu holu mót sem spilað var á seinni níu holum vallarins.  Mótið var leikið í tveimur forgjafaflokkum og samhliða var spiluð liðakeppni þar sem þrír kylfingar mynduðu lið.

Þátttakendur í mótaröðinni voru um 55 talsins og var ánægjulegt að sjá hvað félagsmenn voru virkir í að taka þátt og fjölmenna hverju sinni en að jafnaði voru 35-40 manns sem spiluðu á hverjum laugardegi.

Veðrið lék við kylfinga í lokamótinu líkt og alla hina laugardagana en ávallt var spilað inn á sumarflatir þrátt fyrir að komið hafi verið langt inn í haustið nú þegar lokamótið fór fram.

Verðlaunaafending og lokahóf fór fram að loknu mótinu og þar voru helstu úrslit eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf, 0 -17

1. Jón Ármann Einarsson, 65 punktar

2. Þórður Elíasson, 56 punktar

3. Guðjón Viðar Guðjónsson, 56 punktar

Úrslit um annað sætið réðust í bráðabana.

Punktakeppni með forgjöf, 18+

1. Halldór Fr. Jónsson, 62 punktar

2. Magnús Danél Brandsson, 62 punktar

3. Júlíus Pétur Ingólfsson, 62 punktar

Úrslit í flokki 18+ réðst að loknum bráðabana.

Liðakeppni

1. Þrír endajaxlar en liðið skipuðu Jón Ármann Einarsson, Eiríkur Karlsson og Brynjar Sæmundsson, 119 punktar.

2. Brunaliðið en liðið skipuðu Halldór Fr. Jónsson, Hörður Kári Jóhannessn og Jóhannes Karl Engilbertsson, 117 punktar.

3. Kranamenn en liðið skipuðu Búi Gíslason, Guðjón Viðar Guðjónsson og Páll Halldór Sigvaldason, 114 punktar.

Nándarmæling á 18. Holu

Mót 1: Haukur Þórisson 161 cm

Mót 2: Bjarni Þór Bjarnason, 228 cm.

Mót 3: Ingi Fannar Eiríksson, 258 cm.

Mót 4: Smári Viðar Guðjónsson, 133 cm.

Mót 5: Einar Jónsson, 103 cm.

Mót 6: Brynjar Sæmundsson, 260 cm.

Heimild: Leynir