Matt Kuchar er með gullfallega sveiflu
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 15:00

Nr. 8 telur að stærstu mótaraðir munu sameinast

Nr. 8 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn, Matt Kuchar telur að stærstu mótaraðir í karlagolfinu muni sameinast.

Matt Kuchar var spurður um þetta í gær á Australian Masters og svar hans var þetta: „Ég sé algerlega fyrir mér að PGA Tour, Evróputúrinn, Asíutúrinn og Ástral-Asíutúrinn muni sameinast í eina alþjóðlega mótaröð.“

„Ég hugsa að það muni gerast með tímanum.“

Þetta er nokkuð sem tekist hefir vel í tennisnum, en hefir aldrei almennilega komist í framkvæmd í golfinu, nema þegar allir sameinast í risamótunum.

Kuchar virðist þó nokkuð viss í sinni sök að þetta sé það sem koma muni: „Það virðist sem það muni gerast fljótar nú en ég taldi á síðasta ári.“