Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 08:00

PGA: Stuard leiðir þegar 1. hring Maykoba mótsins er frestað vegna rigningar – Compton og Quiros skammt undan

Það er Bandaríkjamaðurinn Brian Stuard, sem leiðir þegar fresta varð 1. hring OHL Classic at Mayakoba mótinu, sem hófst í gær á El Camaleon, á Playa del Carmen, Mexíkó. Stuard er á 5 undir pari, eftir 15 leiknar holur, og í 2. sæti eru Eric Compton og Alvaro Quiros, 1 höggi á eftir, Compton eftir 17 spilaðar holur og Quiros eftir 15 spilaðar holur. Það er því margt sem enn getur breyst en leikur hélt áfram í Mexíkó nú fyrr í morgun og verður reynt að klára 2. hring líka í dag. Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic at Mayakoba eftir 1. hring sem ekki tókst að klára vegna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 06:30

Adam Scott leiðir á Australian Masters í hálfleik – Kuchar kominn í 5. sætið!

Adam Scott (67 66) leiðir nú þegar Australian Masters er hálfnað.  Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum, líkt og landi hans Nick Holman (68 65). Forystumaður gærdagsins Nick Cullen er síðan í 3. sæti á samtals 8 undir pari, 134 höggum, líkt og landi hans Matthew Griffin. Einn í 5. sæti er síðan nr. 8 á heimslsitanum Matt Kuchar heilum 3 höggum á eftir þ.e. á samtals 5 undir pari, 137 höggum (71 66).  Samt einkar glæsilegt hjá Kuchar sem fer úr 29. sætinu sem hann var í, í gær, í 5. sætið! Forsetabikarsnýliði Alþjóðaliðsins, Brendon de Jonge frá Zimbabwe deilir síðan 6. sæti ásamt tveimur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 20:00

Golfvellir í Frakklandi: Chantilly (10/10)

Síðasti golfvöllurinn sem kynntur verður hér á Golf 1 í bili á Parísarsvæðinu, en „rjómagolfvöllurinn“ Chantilly (fr.: rjómi) þ.e. Vineuil golfvöllurinn, sem almennt er talinn einn allra besti golfvöllur Frakklands. Þetta er gæðaskógarvöllur með háum trjám til beggja hliða við fremur þröngar brautir.  Það er vel þess virði að láta allt sitja og standa meðan þið eruð í Frakklandi til þess að spila þennan völl. Þetta er ekta aristókrata skógarvöllur, par-71, 6396 metra af öftustu teigum.  Hann er ekki sá ódýrasti en hringur á honum kostar € 110 (u.þ.b. 18.000 íslenskar krónur). Einungis er hægt að spila á virkum dögum, en ekki helgum. Völlurinn er ótrúlega vel viðhaldinn og flatirnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 18:00

Tiger: „Ég er nörd“

Margir héldu niðr´í sér andanum þegar  Lindsey Vonn kallaði Tiger Woods aula (ens.: dork) í viðtalsþætti hjá Katie Couric í síðustu viku (Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:), en nr. 1 á heimslistanum (Tiger) brosti bara þegar blaðamenn báru ummælin undir hann. Lindsey og Tiger hafa nú verið saman í næstum ár og það er greinilegt að þeim finnst gaman að grínast hvert í öðru. „Liðsfélagar mínir í háskóla kölluðu mig „Urkel“ sagði Tiger.  (Svona til skýringar fyrir þá sem ekki vita það þá er með Urkel átt við  Steven Quincy Urkel, sem er svartur strákur, í bandarísku ABC/CBS sjónvarpsþáttaröðinni „Family Matters.“ Urkel er leikinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 17:30

Annika Sörenstam hlýtur PGA First Lady of Golf verðlaunin

Annika Sörenstam var útnefnd verðlaunahafi PGA First Lady of Golf award fyrir árið 2013, í dag, í golfþættinum “Morning Drive“ á Golf Channel. PGA of America’s First Lady of Golf Award, sem fyrst voru afhent árið 1998, heiðrar konur sem hafa lagt mikilvægan skerf til útbreiðslu á golfleiknum. „Það er stórt að hljóta þessi verðlaun,sérstaklega þegar litið er til þeirra kvenna sem hafa varðað veginn fyrir kvennagolfið. Þetta er mér heiður,“ sagði Sörenstam. Forseti PGA of America, Ted Bishop,  var þarna til að afhenda verðlaunin og við það tækifæri sagði hann: „Hún (Annika, er besti kylfingur í nútíma-golfi á LPGA Tour.“ Aðrar konur sem hefir áður hlotnast heiðurinn að hljóta verðlaunin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ágústa Hansdóttir og Nicolas Colsaerts – 14. nóvember 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Ágústa Hansdóttir og belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts. Ágústa fæddist 14. nóvember 1958 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Nicolas fæddist 14. nóvember 1982 og er því 31 ársí dag!!!  Komast má á facebook síðu Ágústu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Ágústa Hansdóttir (55 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014;  André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (50 ára stórafmæli!!!);  Haeji Kang, 14. nóvember 1990 (24 ára)  ….. og …… Jacob Thor Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 12:15

Evróputúrinn: Cañizares leiðir e. 1. dag í Dubaí

Það er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares, sem er meðlimur í hinum fræga Valderrama golfklúbbi sem leiðir eftir 1. dag DP World Tour Championship í Dubaí. Cañizares kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum á Jumeirah golfstaðnum. Cañizares fékk 7 fugla og 1 skolla og sagðist bara vera glaður að hafa komist inn í Dubaí þar sem ansi tvísýnt var að kærustu hans yrði hleypt inn í lanidð. „Kæresta mín er tékknesk og ég gleymi því alltaf að hún er ekki með spænskt vegabréf og þarf á vegabréfsáritun að halda.  Ég man ekkert eftir þessu fyrr en við innritunar-deskinn í Tyrklandi. Sem betur fer var margt af fólki sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 11:30

Sambandsslit hvað? Wozniacki með Rory í Dubai

Rory McIlroy  og kærasta hans, Caroline Wozniacki báru tilbaka allar sögusagnir í dag að þau séu ekki lengur saman þegar Wozniacki gekk fyrsta hringinn með Rory á DP World Tour Championship í Dubai. Rory náði ekki að nýta sér frábæra byrjun þegar hann fékk 3 fugla á fystu 4 holur sínar og lauk við hringinn á 1 undir pari, 71 höggum á þessum 1. degi titilvarnar sinnar. Þegar aðeins voru 2 holur eftir af hringnum varð Caroline hissa þegar  Royal Air Force’s Red Arrows Aerobatics Team flaug yfir 17. og 18. holurnar á vellinum og gaf frá sér dönsku fánalitina hvítt og rautt, en þetta var atriði á hátíðarhöldum á Dubai Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 08:00

Nick Cullen leiðir e. 1. dag Australian Masters – Adam Scott í 2. sæti

Í nótt hófst á golfvelli Royal Melbourne golfklúbbsins, í Melbourne, Australian Masters golfmótið. Eftir 1. dag er það heimamaðurinn Nick Cullen. sem leiðir á 6 undir pari, 65 höggum. Á hringnum fékk Cullen 1 örn, 6 fugla og 2 skolla. Öðru sætinu deila nr. 2 á heimslistanum Adam Scott og Þjóðverjinn Maximilian Kiefer, en báðir léku á 4 undir pari, 67 höggum. Forsetabikarsnýliðinn í Alþjóðaliðinu, frá Zimbabwe, Brendon de Jonge tekur líka þátt í mótinu og lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum og deilir 4. sætinu með 7 heimamönnum. Matt Kuchar er einn af fáum „útlendingum“ sem þátt tekur í mótinu, en flestir þátttakendur eru heimamenn frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 18:30

Dýr á golfvöllum: Skoti varð fyrir krókódílaárás

Skotinn Dougie Thomson, 58 ára, frá Wishaw í Lanarkshire, var ásamt 3 félögum sínum á golfferðalagi í Mexíkó, þegar hann varð fyrir árás 12 feta (4 metra) krókódíls, þar sem hann var að leika sér í golfi ásamt félögum sínum. Sauma varð 200 spor í fótlegg og mjöðm Dougie og Dougie sjálfur telur að hann þurfi að gangast undir lýtaaðgerð. Félagar Dougie rifjuðu upp árásina.  Dougie hafði rétt komið bolta sínum á flöt úr glompu þegar krókódíllinn gerði skyndiárás úr runna og sökkti tönnum sínum í fótlegg Dougie og reyndi að draga hann út í vatn, sem þarna var. Vinur Dougie, Brendan O’Hara sagði m.a.: Ég sá út undan mér að Lesa meira