Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 10:00

Trump hefur mál g. skoska ríkinu vegna vindorkuvers

Lögmenn bandaríska billjónamæringsins Donald Trump hafa hafið mál þar sem lögmæti ákvörðunar skoska ríkisins,  þar sem samþykkt var að byggja vindorkuver undir ströndum Aberdeenshire er dregin í efa. Vindorkuverið blasir við af miljarðalinksara Trump og Trump telur það vera sjónmengun.

VIEW: Donald Trump argues that turbines will adversely affect his golf course.

Donald Trump telur túrbínurnar hafa neikvæð áhrif á golfvöll sinn

Vagninn var settur fyrir framan hrossið án heimildar þegar heimild var veitt til byggingar vindorkuvers, hélt lögfræðingateymi Trump fram fyrir  Court of Session í Edinburgh.

Þar krefst Trump lögbanns á 11 túrbínu vindorkuvers European Offshore Wind Deployment Centre (EOWDC) og heldur því fram að það skemmi útsýnið af golfvelli hans.

Eins hefir einn lögmanna Trump, Gordon Steele QC haldið því fram að fjárstyrktaraðili vindorkuversins,  Vattenfall Wind Power, ætti aldrei að hafa fengist samþykktur þar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni.

Um það hvernig samþykkið (til byggingar vindorkuversins var veitt) sagði Steele m.a.: „Það er augljóst að sá sem ætti að vera valinn (sem styrktaraðili) er sá sem setur hestinn fyrir framan vagninn í réttri röð. Veita ætti heimildina fyrst. Það er tilgangurinn að veita tugþúsunda heimila rafmagn.“

Rökræn og hagsýn afstaða er þessi: hver er tilgangurinn að líta á og forma tillögur þegar fjárstyrktaraðilinn er í lok dags ekki hæfur til að hljóta heimildina? Það eru ekki hagsmunir neins. Rökrænt er að aðilinn sé rannsakaður til að sjá hvort hann sé hæfur (fjárstuðningsaðili) eða ekki.“

„Hvað gerist ef aðilinn er ekki hæfur? Stutt rannsókn sýnir að aðilinn hefir orðið fyrir alvarlegu fjártjónum á undanförnum árum.“

Steele vísaði til aðilans sem skeljafyrirtæki (ens. shellcompany) þ.e. fyrirtæki sem er ekkert nema skelin ein (án innihalds) og sagði: „Þetta er ekki fyrirtæki sem hefir í raun gert neitt.“

Plön fyrirtækis Trump hafa hins vegar orðið fyrir tjóni hélt Steele fram.

„Þar sem (fjárstuðningsaðilinn) er ekki hæfur aðili þá ætti að hætta við framkvæmdir. Niðurstaðan er hræðilega einföld.“

Trump hlaut málsóknarrétt gegn skoska ríkinu 26. mars s.l.

Í máli, sem höfðað var fyrr á árinu af  Trump International Golf Links og the Trump Organisation, var þess krafist að ákvörðun skoska ríkisins (um að reisa vindorkuverið) væri ólögleg.  Jafnframt var gagnrýnt að ekki hefði farið fram opinber skoðanakönnun meðal almennings hvort samþykki væri fyrir framkvæmdunum í Aberdeen Bay.

Búist er við að málflutningur í því máli muni taka 4 daga.

Trump hefir lýst yfir að hann muni hætta við fyrirhugaðan lúxusgolfstað þar sem hann hugðist reisa lúxushótel, sumarbústaði og einbýli ef haldið verður fast í að reisa vindorkuverið.

Höfuðfélagar í framkvæmdarráði Trump, þ.á.m. sonur hans Donald Trump Jr, og George Sorial mættu fyrir dóm í Skotlandi í gær.

Búist er við að málið verði flutt f.h. skoska ríkið seinna í vikunni.

Í fréttatilkynningu skoska ríkisins, áður en málið hófst, sagði talskona ríkisins m.a.: „Skoska stjórnin er ákveðin í að þróa árangursríkt og sjálfbært vindorkuver.“