Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2013 | 21:00

Stenson slær bolta af þaki Atlantis hótelsins – úlnliðurinn enn áhyggjuefni

Henrik Stenson tók þátt í kynningarathöfn fyrir  DP World Tour Championship í gær þegar hann sló bolta af þaki Atlantis hótelsins, í Dubaí þar sem allar golfstjörnurnar búa meðan mótið fer fram.

„Svona til langs tíma litið vona ég að ég sé ekki að eyðileggja eitthvað (í úlnliðnum) eða gera það að verkum (með golfleik mínum) að það muni taka lengri tíma að laga seinna,“ sagði Stenson.

Stenson var jafnvel að hugsa um að draga sig úr mótinu.

„Ég ætla að sjá hvað sjúkraþjálfarinn minn segir,“ sagði Stenson við blaðamenn eftir að hafa lokið Turkish Airlines Open mótið T-7.

„Kannski ef ég sleppi Pro-Am-inu og fæ fulla 2 daga hvíld, kannski get ég gert léttar æfingar á miðvikudeginum og spilað.“

Stenson virðist ekkert vera að hvíla úlnliðinn neitt sbr. sláttinn af Atlantis hótelinu.  „Þetta (úlnliðurinn) hefir augljóslega áhrif á undirbúning minn, en það hefir verið þannig s.l. 3 vikur, þannig að ég verð bara að gera það besta sem ég get.“ sagði Stenson loks.