Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 08:00

Nýja jólalínan frá Loudmouth

Loudmouth Golf, sem  er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á mynstruðum og oft skræpóttum golffatnaði, slíkum sem bandaríski kylfingurinn John Daly er eitt frægasta módelið fyrir,  er búið að setja á markað nýja jólalínu, sem aðeins er framleidd í litlu upplagi.

Um er að ræða jólalegar síðbuxur, stuttbuxur, mínípils og skorts þ.e. pilsbuxur með myndum af jólasveinum á seglbrettum og jólagjöfum.

Bláa línan - Jólasveinar á seglbrettum

Bláa línan  Surfin Santas- Jólasveinar á seglbrettum

Stofnandi Loudmouth Golf og aðalhönnuður Scott ‘Woody’ Woodworth sagði m.a. um nýju línuna sína: „Þetta er ætlað fyrir þá sem halda Hátíðina hátíðlega, en nýju jólamynstrin munu gera ykkur að lífi og sál hvers partýs.“

„Mynstrin tvö heita á frummálinu „Jingle Balls“ (svarta línan með jólagjafamyndunum) og Surfin Santas  (þ.e. bláa línan með jólasveinunum á seglbrettunum).

Loudmouth fatnaður er að 97% búinn til úr bómull og 3% úr spandex.

Þetta er hugsanlega tilvalin jólagjöf fyrir þá sem ætla sér að vera að spila golf einhvers staðar á suðlægari slóðum um jólin!