Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad — 7. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 36 ára í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á Lesa meira
Keegan Bradley talar um rifrildi sitt og Jiménez
Keegan Bradley veitti Golf Channel viðtal fyrir Players mótið, sem hefst í dag og voru þeir Golf Channel menn einkum forvitnir um hvernig Bradley liti á rifrildi sitt við Miguel Ángel Jiménez nú þegar smá tími væri liðinn frá atvikinu og ró hefði færst í hlutina. Bradley sagði m.a.: „Mér var veitt lexía af miklum klækjakarli og ég lét hann ergja mig. Ég var að reyna að fá dóm á 18. holu og féll svolítið fyrir þessari afvegaleiðingu. Þetta var snilld af hans hálfu. Ég sá hvað ég gerði rangt og mun nota það næst.“ Mikill partur af æsingnum af hálfu Bradley fólst í því þegar Jiménez sagði kylfusveini Bradley, Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Therese Koelbaek (34/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) erumeð fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods, Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn Perrine Delacour, SooBin Kim frá Suður-Kóreu, Sakura Yokomine frá Japan, Sophia Popov frá Þýskalandi og Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Ju Young Lesa meira
Tiger athyglissjúkur
Tiger Woods virðist ákveðinn að halda athygli allra fjölmiðla á sér jafnvel þó hann sé golflega séð í einni mestu lægð á ferli sínum. Svo segir í ágætri grein Martin Dempster sem starfar hjá the Scotsman, sem má sjá með því að SMELLA HÉR: Þannig segir í greininni: „En eftir því sem Rory McIlroy lætur kylfurnar tala … „þá virðist Tiger Woods bara ekki geta látið neinn annan njóta golfkastljóssins án þess að fá sinn skerf.“ Dempster nefnir sem dæmi að Tiger hafi valið fyrsta dag heimsmótsins í holukeppni til þess að tilkynna um „þétta sumardagskrá sína„; tilkynningu sem átti svo sannarlega var ætlað komast í fyrirsagnirnar.“ Síðan s.l. sunnudag Lesa meira
Laghentir í Ytri-Njarðvík góðir!!!
Golf1 frétti af kylfingi sem ætlaði að nýta sér góða veðrið sem búið er að vera hér sunnanlands í gær, 5. maí og fara í golf. Þegar lagt var af stað var bíllinn eitthvað skrykkjóttur í gangi og svo gaus upp lykt sem ekki átti að vera og vélarljósið í bílnum fór að blikka. Þessi kylfingur var á Suzuki jeppling, þannig að hann hafði samband við Suzuki umboðið í Skeifunni og bað um að bíllinn yrði bilanaskoðaður með tölvu. Maðurinn sem tók við símtalinu hjá Suzuki umboðinu sagði að hann gæti ekki gefið kylfingnum tíma fyrr en 29. maí þ.e. EFTIR MEIRA EN 3 VIKUR; kannski væri hægt að koma Lesa meira
Nordic Golf League: Birgir Leifur T-2 – á 68 höggum!!!
Í dag hófst á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku, NorthSide Charity Challenge. Mótið stendur dagana 6.-8. maí 2015. Þátttakendur eru 156. Meðal keppenda eru Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Birgir Leifur er T-2 eftir 1. dag þ.e. deilir 2. sætinu með 3 öðrum keppendum; eftir glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Ólafur Björn er T-54 eftir 1. dag; lék á 2 yfir pari, 74 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NorthSide Charity Challenge SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2015
Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ingveldur Ingvarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (69 ára); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (59 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 (56 ára); Helga Björg Marteinsdóttir, 6. Lesa meira
Clark með ás á 17. á TPC Sawgrass! – Myndskeið
Par-3 sautjánda holan á TPC Sawgrass er einhver sú mest eftirtektarverðasta í golfinu. Oft er rifjuð upp mávauppákoman á þessum tíma árs; en hún átti sér stað í The Players mótinu 1998 þegar mávur stal golfbolta Steve Lowry á 17. flöt og flaug burtu með hann og missti hann síðan í vatnið í kringum flötina – Sjá með því að SMELLA HÉR: Áhersla á 17. holu sérlega mikil á þessari holu í kringum The Players mótið sem hefst á morgun, en mótið sjálft oft nefnt 5. risamótið. Nú fyrir mótið í ár (2015) var Howard Clark golffréttaskýrandi Sky Sports að útskýra hvernig högg maður ætti helst að slá á 17. Lesa meira
Veðjað á hver verði næsta kærasta Tiger
Ástralska súpermódelið Miranda Kerr hefir verið talin eiga í samböndum með James Packer, Justin Bieber, Tom Cruise, fyrrverandi eiginmann Orlando Bloom og næstum alla lausa og liðuga karlmenn í Hollywood Hver er næsti kærasti súpermódelsins? Hvað með hinn lausa, hjartbrotna Tiger Woods? Breskir veðbankar eru engum líkir og nú er hægt að veðja á hver verði næsta kærasta Tiger. Bestu líkurnar er fyrrum eiginkona hans Elín Nordegren talin eiga 7-1. Í 2. sæti hjá veðbönkunum er fyrrum Pussycat Doll söngkonan Nicole Scherzinger 12-1 og súpermódelið Irina Shayk og leikkonan Cameron Diaz koma næstar með líkurnar 16-1. Miranda er aðeins í 5. sæti af þeim sem mestar líkur eru taldar vera á að Tiger taki saman við 20-1. Með Miröndu Lesa meira
Fyrrum hjákona Tiger til í að byrja aftur með honum
Nú þegar Tiger og Lindsey Vonn eru hætt saman eru íþróttafréttamiðlar uppfullir af allskyns sögum og vangaveltum um „raunverulegar“ ástæður sambandsslitanna og allskyns draugar úr fortíð Tiger skjóta upp kollinum að nýju. Einn þeirra er fyrrum hjákona hans Rachel Uchitel, sem að sögn er tilbúin að taka upp vináttu við Tiger aftur, aðeins dögum eftir að hann hætti með skíðadrottningunni Lindsey Vonn. Þessi „fima“ kona(Uchitel) (þó ekki í skíðafimi) er talin hafa verið fyrsta alvarlega samband Tiger eftir skilnað hans og ein af mörgum sem hann var með meðan hann var kvæntur Elínu. Skv. TMZ hefir Uchitel látið hafa eftir sér að Tiger verði þó fyrst að „vera með meiriháttar Lesa meira










