GL: Skemmtileg auglýsing f. Garðavöll!
Blaðamaður Golf 1 varð var við sérkennilega vörubifreið sem keyrði í gegnum Hafnarfjörð. Á einni hlið vörubifreiðarinnar var gríðarstór og falleg auglýsing fyrir Garðavöll á Akranesi. Skemmtileg leið til að auglýsa golf og fallegan, góðan golfvöll sem Garðavöllur er! Upphófst mikill eltingaleikur um allan Hafnarfjörð til þess að bíða þess að vörubifreiðin stoppaði þannig að hægt væri að taka mynd af Leynis-auglýsingunni flottu. Á einum stað missti blaðamaður sjónar á vörubifreiðinni og nú voru góð ráð dýr – hafði hún farið niður á höfn, áfram í átt að Keilisvelli eða var hún á leið til Keflavíkur? Farið var fyrst hálfa leiðina til Keflavíkur svo niður á Hvaleyrina og var nú Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2015
Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og á því 49 ára afmæli í dag. Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín. Hann er ásamt samhöfundi sínum, landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“ og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“ Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson Aðrir Lesa meira
Lindsey útnefnd heiðurssendiherra Olympíuleikanna 2018
Lífið heldur áfram hjá Lindsey Vonn þrátt fyrir sambandsslitin við Tiger. Degi eftir að þau Tiger tilkynntu um það á félagsmiðlunum að þau væru hætt saman þá birtist frétt þess efnis að alþjóða Ólympíunefndin hafi útnefnt Lindsey heiðurssendiherra (ens. honorary ambassador) á vetrarólympíuleikana 2018. Þeir fara fram í Pyeongchang, Suður-Kóreu. Þessi staða hennar mun verða staðfest á morgun, miðvikudaginn 6. maí 2015 skv. frétt í insidethegames.biz reports. Það voru Vonn mikil vonbrigði að missa af 2014 leikunum í Sochi vegna hnémeiðsla en hún hefir náð sér á strik á þessu keppnistímabili með því að næla sér í 63. titil sinn á heimsmóti. Eftir sambandsslitin við Tiger getur hún og reyndar þau bæði einbeitt sér Lesa meira
Poulter og Fowler ofmetnir
Í nýlegri skoðanakönnum sem Sports Illustrated, stóð fyrir meðal kylfinga á PGA Tour voru þeir Rickie Fowler og Ian Poulter valdir ofmetnustu kylfingar á túrnum. Báðir hlutu 24% atkvæða – Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild sinni hér: Rickie Fowler: 24% Ian Poulter: 24% Bubba Watson: 12% Hunter Mahan: 8% Aðrir: 32% Fowler, 26 ára, er nr. 13 á heimslistanum en Poulter nr. 30. Það sem helst er fundið að Fowler er að hann hefir aðeins sigrað 1 sinni á PGA Tour. Erfitt er að sjá hvað félagarnir á PGA Tour finna að Poulter. Hann er 39 ára og hefir unnið 14 sinnum samtals á PGA Tour og Evróputúrnum samanlagt og hefir einu Lesa meira
Rory: Glaður að missa af Mayweather-Pacquiao því bardaginn laus við hápunkta
Rory kláraði svo seint undanúrslitaleik sinn við Paul Casey að hann missti af því að fara til Las Vegas og sjá bardaga aldarinnar í boxinu milli Floyd Mayweather og Manny Pacquiao í einu af rándýru sætunum upp við boxhringinn. Hann varð að láta sér nægja að horfa á viðureignina úr fjölmiðlamiðstöðinni (ens. media center) sem búið var að koma upp í Harding Park í San Francisco í stað þess að keyra til Las Vegas og sjá viðureignina berum augum. „Í allri hreinskilni þá er ég bara glaður að ég náði þessu ekki því þetta var nokkurs konar „anti-climax“ og Mayweather gerði það sem hann venjulega gerði, dansaði um hringinn og vann hann Lesa meira
GVS: Opna Skemmumótið – Styrktarmót fer fram 9. maí n.k.
Styrktarmót vegna æfinga- og vélaskemmu GVS fer fram laugardaginn 9. maí n.k.. Skemman var reist á síðasta ári og nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingar aðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur. Mótið er punktamót og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin. Um er að ræða einn flokk karla og kvenna og er verð kr. 3.500,- Eftirfarandi aðilar styrkja mótið veglega með verðlaunum: Fjarðarkaup, Bláa Lónið, Golfbúðin,Hamborgara Fabrikkan , Gamla Pósthúsið o.fl. Hægt er að komast inn á golf.is til þess að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:
PGA: Ráshópar og rástímar á The Players
The Players, sem oft er nefnt 5. risamótið, hefst n.k. fimmtudag á TPC Sawgrass, í Flórída. Oft er gaman að spá í ráshópa og eru alltaf nokkrir sem eru áhugaverðari en aðrir. Þeir sem mest verður fylgst með nú í ár eru eflaust ráshópur þess sem á titil að verja, Martin Kaymer, en með honum í ráshóp eru Tiger og Adam Scott (fara út 13:49 þ.e. 17:49 að íslenskum tíma af 1. teig, að sjálfsögðu). Phil (Mickelson) er líka alltaf vinsæll og með honum í ráshóp í ár eru þeir KJ Choi og Sergio Garcia (fara út kl. 13:38 þ.e. 17:38 að íslenskum tíma af 1. teig). Ofurráshópur sem eflaust Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bryndís María Ragnarsdóttir – 4. maí 2015
Þetta er afmælisdagur mikilla kylfinga m.a. á nýbakaður heimsmeistari í holukeppni, Rory McIlroy afmæli í dag; er 26 ára. En sá kylfingur sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1 er Bryndís María Ragnarsdóttir, en hún á 20 ára stórafmæli í dag! Bryndís María er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Fyrir tveimur árum, 2013, náði Bryndís María þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi í móti Íslandsbankamótaraðarinnar í Þorlákshöfn. Rifja má það atvik upp með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Bryndísar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Bryndís María Ragnarsdóttir (Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!) Aðrir Lesa meira
Vinningshafar á Golfdögum Kringlunnar – Ertu á listanum?
Fjölmargir unnu til verðlauna á Golfdögunum sem fram fóru í síðustu viku í Kringlunni. Hápunkturinn var á laugardaginn þar sem að golfhátíð fór fram þar sem boðið var upp á fjölbreyttar golfkynningar,ráðgjöf og keppnir í göngugötu Kringlunnar. Eftirtaldir aðilar unnu til verðlaun á Golfdögunum. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun á þjónustuborðinu í Kringlunni. GSÍ og Kringlan þakkar öllum þeim sem tóku þátt og þeim aðilum sem komu að framkvæmdinni. Myndasyrpu frá Golfdögunum má nálgast á fésbókarsíðu Golfsambands Íslands: Sigurvegarar: Íslandsmeistari í að halda bolta á lofti: Gísli Sveinbergsson. Verðlaun. Veglegur bikar + 10.000 kr gjafakort frá Kringlunni. Lengsta teighögg kvenna: 1. Helena Kristín, 209 m. Vinningur 60.000 kr gjafabréf frá Trans Lesa meira
GL: Opna mótið ÍA-Stjarnan – Úrslit
Opna mótið ÍA – Stjarnan fór fram sunnudaginn 3. mai 2015 á Garðavelli þar sem 77 kylfingar léku við góðar aðstæður. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti: Ástþór Ýmir Alexandersson GL, 40 punktar (fleiri punktar á seinni níu) 2.sæti: Haukur Þórisson GL, 40 punktar 3.sæti: Elísabet Jónsdóttir GR, 38 punktar (23 punktar á seinni níu) 4.sæti: Sigurður Elvar Þórólfsson GL/GOT, 38 punktar (22 punktar á seinni níu) 5.sæti: Þröstur Vilhjálmsson GL, 38 punktar (19 punktar á seinni níu) Höggleikur án forgjafar (besta skor) Eyþór Hrafnar Ketilsson GA, 73 högg Nándarverðlaun á par 3 holum 3.hola: Axel Fannar GL, 1.09m 8.hola: Eyþór Hrafnar Ketilsson GA, 1.69m 14.hola: Lárus Ingi Antonsson Lesa meira










