Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2015 | 22:00

Laghentir í Ytri-Njarðvík góðir!!!

Golf1 frétti af kylfingi sem ætlaði að nýta sér góða veðrið sem búið er að vera hér sunnanlands í gær, 5. maí og fara í golf.

Þegar lagt var af stað var bíllinn eitthvað skrykkjóttur í gangi og svo gaus upp lykt sem ekki átti að vera og vélarljósið í bílnum fór að blikka.

Þessi kylfingur var á Suzuki jeppling,  þannig að hann hafði samband við Suzuki umboðið í Skeifunni og bað um að bíllinn yrði bilanaskoðaður með tölvu.

Maðurinn sem tók við símtalinu hjá Suzuki umboðinu sagði að hann gæti ekki gefið kylfingnum tíma fyrr en 29. maí þ.e. EFTIR MEIRA EN 3 VIKUR; kannski væri hægt að koma því við að tölvulesa bílinn þann 22. maí!!!

Vá, ekkert golf í 3 heilar vikur – og bíllinn líklegast búinn að bræða úr sér í millitíðinni ef hann yrði eitthvað mikið keyrður!!!

Kylfingurinn leitaði nú að Suzuki viðgerðarmönnum á netinu og viti menn þarna voru menn á bifreiðaverkstæðinu Laghentir í Ytri-Njarðvík, sem voru að bjóða viðgerðir á sanngjörnu verði.

Kylfingurinn hringdi í Laghenta og viðmótið allt annað heldur en í Suzuki Reykjavíkur umboðinu – Viðgerðarmaðurinn sem svaraði símtalinu sagðist heita Valtýr og myndi tölvulesa bílinn um leið og komið væri með hann.

Keyrt var frá Reykjavík til Ytri-Njarðvíkur og þar buðu Laghentir upp á far á næstu bílaleigu, þar sem bíll fékkst leigður hjá SS bílaleigu á MJÖG sanngjörnu verði!!!

Síðan var búið að gera við bílinn daginn eftir og reikningurinn virkilega sanngjarn –

Þannig…. kærar þakkir til Laghentra, þeirra Valtýs og Gumma!!!  Ekki á hverjum degi sem hitt er á svona öðlingsmenn!!! … og golfinu bjargað næstu 3 vikur!!!