Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2015

Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011.

Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni.

Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn:

Ingveldur Ingvadóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu

Ingveldur Ingvarsdóttir

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Grier Jones, 6. maí 1946 (69 ára); Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (59 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 (56 ára); Helga Björg Marteinsdóttir,  6. maí 1963 (52 ára); Rebekka Kristjánsdóttir, 6. maí 1963 (52 ára)  Mike Grob (kanadískur kylfingur); 6. maí 1964 (51 árs); Tim Simpson, 6. maí 1965 (50 ára); Dean Larsson, 6. maí 1972 (43 ára); Wendy Ward, 6. maí 1973 (42 ára);Rebecca Sörensen, 6. maí 1986 (29 ára – sænsk – nýliði á LET 2013)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is