Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad — 7. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 36 ára í dag.

Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005.

Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour.

Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á peningalista Nationwide Tour. Reyndar var hann í 18. sæti. En þegar hann náði ekki að halda sér á PGA túrnum eftir árið 2010 var haft eftir honum að hann væri hættur atvinnumennsku í golfi.

Bjørnstad býr í Palm Beach Gardens í Flórída.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru : Kathy Ahern 7. maí 1949 – 6. júlí 1996; Craig Wood, 7. maí 1968 (47 ára); Brenden Pappas, 7. maí 1970 (45 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is