Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 14:45

Keegan Bradley talar um rifrildi sitt og Jiménez

Keegan Bradley veitti Golf Channel viðtal fyrir Players mótið, sem hefst í dag og voru þeir Golf Channel menn einkum forvitnir um hvernig Bradley liti á rifrildi sitt við Miguel Ángel Jiménez nú þegar smá tími væri liðinn frá atvikinu og ró hefði færst í hlutina.

Bradley sagði m.a.: „Mér var veitt lexía af miklum klækjakarli og ég lét hann ergja mig. Ég var að reyna að fá dóm á 18. holu og féll svolítið fyrir þessari afvegaleiðingu. Þetta var snilld af hans hálfu. Ég sá hvað ég gerði rangt og mun nota það næst.“

Mikill partur af æsingnum af hálfu Bradley fólst í því þegar Jiménez sagði kylfusveini Bradley, Pepsi, (Steve Hale) að halda kjafti.

Því hefir verið haldið fram að Pepsi hafi ögrað Jiménez með því að tala til hans með spænskum hreim og því hafi viðbrögðin verið svona hjá Jiménez.

Bradley bar allar slíkar sögur tilbaka, sagðist hafa rætt við Pepsi og hann tæki fyrir að hann hefði gert nokkuð slíkt.

Sjá má ágætis samantekt USA Today um ofangreint viðtal Golf Channel við Bradley og ýmis myndskeið sem lúta að rifrildinu með því að SMELLA HÉR: