Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2015 | 07:00

Fyrrum hjákona Tiger til í að byrja aftur með honum

Nú þegar Tiger og Lindsey Vonn eru hætt saman eru íþróttafréttamiðlar uppfullir af allskyns sögum og vangaveltum um „raunverulegar“ ástæður sambandsslitanna og allskyns draugar úr fortíð Tiger skjóta upp kollinum að nýju.

Einn þeirra er fyrrum hjákona hans Rachel Uchitel, sem að sögn er tilbúin að taka upp vináttu við Tiger aftur, aðeins dögum eftir að hann hætti með skíðadrottningunni Lindsey Vonn.

Þessi „fima“ kona(Uchitel) (þó ekki í skíðafimi) er talin hafa verið fyrsta alvarlega samband Tiger eftir skilnað hans og ein af mörgum sem hann var með meðan hann var kvæntur Elínu.

Skv. TMZ hefir Uchitel látið hafa eftir sér að Tiger verði þó fyrst að „vera með meiriháttar afsökunarbeiðnir til þess að komast aftur í mjúkinn hjá henni, það sé öruggt.“  Sjá grein TMZ með því að SMELLA HÉR: 

Jafnframt er greint frá því að Uchitel hafa nýlega lokið sambandi sínu við hafnarboltaleikmanninn Bret Boone og sé því á lausu – Tilviljun að Tiger hætti með Lindsey á sama tíma og Uchitel með Boone?