Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2015 | 20:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur T-2 – á 68 höggum!!!

Í dag hófst á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku, NorthSide Charity Challenge.

Mótið stendur dagana 6.-8. maí 2015.  Þátttakendur eru 156.

Meðal keppenda eru Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og  Ólafur  Björn Loftsson, GKG.

Birgir Leifur er T-2 eftir 1. dag þ.e. deilir 2. sætinu með 3 öðrum keppendum; eftir glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg!!!

Ólafur Björn er T-54 eftir 1. dag; lék á 2 yfir pari, 74 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NorthSide Charity Challenge SMELLIÐ HÉR: