Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Cheyenne Woods (35/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) erumeð fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver. Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu. Allar af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 13:25

GR: Hvenær opna GR-vellirnir?

Eins og fram kom í bréfi formanns GR nú í vikunni þá er blessað vorið komið með hækkandi sól en lítið fer fyrir háu hitastigi á golfvöllum okkar. Ánægjulegt er þó að segja frá því að vellir okkar koma vel undan vetri sem gefur von um gott og gleðilegt golfsumar. Áætlað er að opna Korpúlfsstaðavöll formlega með árlegu Innanfélagsmóti Korpu laugardaginn 16. maí næstkomandi. Hætt hefur verið við opnun á Korpu eins og til stóð fimmtudaginn 14. maí. Skráning í mótið hefst mánudaginn 11. maí kl.12:00 á www.golf.is. Mótið verður auglýst nánar á heimasíðu félagsins á mánudagsmorgun. Landið verður lokað til að byrja með en stefnt verður að því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 13:22

18 erfiðustu golfholur heims

Telegraph hefir tekið saman í myndum samsafn af 18 erfiðustu holunum í golfi. Þar kennir ýmissa grasa m.a. er þar sem fyrr 15. brautin á Cape Kidnappers í Nýja-Sjálandi og Entabeni holan fræga í Suður-Afríku. Eins er þar með á skrá 17. holan á TPC Sawgrass, þar sem Players mótið er haldið á. Sjá má samantekt Telegraph yfir 18. erfiðustu golfholur heims í máli og myndum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 11:30

Rory fór út að borða með Ericu Stoll… og síðan fékk hún matareitrun

Þau hafa verið að deita í 6 mánuði, Rory McIlroy, 26 ára og Erica Stoll 29 ára, en Rory fer mjög leynt með samband þeirra. Nú fyrr í mánuðnum sást til þeirra þar sem þau fóru út að borða í Rochester, New York, þaðan sem Stoll kemur. Upphaflega var talið að hann myndi fljúga til Las Vegas til að sjá  Mayweather g. Pacquiao bardagann á laugardagskvöldið, en hann hefir ætlað að halda upp á afmælið sitt tveimur dögum fyrr þarna um laugardagskvöldið. Stoll og McIlroy sáust yfirgefa 2Vine veitingastaðinn, en líklega hefir átt að halda upp á afmælisdaginn á daginn sjálfann, mánudaginn líka, nema lítið fór fyrir nokkrum hátíðahöldum, vegna þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 09:45

PGA: Versta högg á ferli Tiger?

Slæmt gengi Tiger Wood náði nýjum hápunkti í gær á 237 yarda (217 metra) par-3 8. braut The Players Championship. Teighögg Tiger var algjörlega misheppnað; lenti um 40 yördum (37 metrum) frá holu og skoppaði síðan í læk, sem er þarna hjá. Einn af golffréttamönnum Golf Channel sagði t.a.m. að höggið hefði verið svo slæmt að á 30 ára ferli hans sem fréttamanns á Players hefði hann aldrei séð nokkurn slá boltann í vatnið á 8. holu. Að slá boltann í vatn við 8. brautina er sjaldgæft. Skv. Justin Ray hjá Golf Channel er Tiger aðeins 12. leikmaðurinn til þess að slá bolta sínum þangað frá árinu 2003. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 08:30

GB: Lionessur gáfu GB hjartastuðtæki

Lionessur í Borgarnesi gáfu á dögunum GB hjartastuðtæki. Þetta mikivæga öruggistæki verður staðsett í golfskálanum í Borgarnesi. Starfsmenn GB munu síðan fá námskeið í meðferð þess. Hjartastuðtæki er lífsnauðsyn og ætti að vera til í öllum golfskálum á landinu. Það er aldrei að vita hvenær hjartaáföll láta kræla á sér og hjartastuðtæki hafa bjargað lífum; þannig að gjöf Lionessa í Borgarnesi er virðingarverð og í raun mikilvægasta gjöfin, sem hægt er að gefa þ.e. margföld lífgjöf!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 08:00

PGA: Hearn, Hoffman, Matsuyama og Na efstir á The Players – Hápunktar 1. dags

The Players, sem oft er nefnt 5. risamótið í golfinu hófst í gær á TPC Sawgrass í Flórída. Eftir 1. dag eru 4 kylfingar efstir og jafnir, en það eru David Hearn, Charley Hoffman, Hideki Matsuyama og Kevin Na. Allir hafa þessir 4 leikið á 5 undir pari, 67 höggum. Fast á hæla þeirra eru 6 aðrir kylfingar sem léku 1 höggi verr þ.e. á 4 undir pari, 68 höggum en meðal þeirra eru Ben Martin og Billy Horschel. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er í 11. sæti á 3 undir pari; Tiger er á 1 yfir pari, 73 höggum í 77. sæti og allt loft virtist úr Masters Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 23:15

Nordic Golf League: Birgir Leifur T-7 e. 2. dag í Danmörku

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er T-7 eftir 2. dag á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku þar sem NorthSide Charity Challenge á Nordic Golf League fer fram. Aðeins munar 4 höggum á Birgi Leif og efsta manni Svíanum Christopher Feldborg-Nielsen, sem búinn er að spila á samtals 5 undir pari (68 71). Mótið stendur dagana 6.-8. maí 2015. Þátttakendur eru 156. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 143 höggum (68 75). Ólafur Björn Loftsson, GKG komst ekki í gegnum niðurskurð; Hann lék á 8 yfir pari, 152 höggum (74 78) – en niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 18:30

LET Access: Ólafía Þórunn í 3. sæti og Valdís Þóra í 9. sæti e. 1. dag í Sviss!!!

Íslensku keppendurnir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru að gera góða hluti á ASGI Ladies Open, sem hófst í dag 7. maí og stendur til 9. maí n.k. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék á 2 undir pari, 70 höggum og deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum, þ.á.m. finnska kylfingnum Elinu Nummenpaa, sem spilað hefir á LET. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 4 fugla og 2 skolla. Valdís Þóra lék á 1 undir pari, 71 höggi og deilir 9. sætinu líka með 5 öðrum kylfingum, þ.á.m. sænska kylfingnum Vivu Schlassberg, sem líkt og Nummenpaa hefir spilað á LET. Margir sterkir kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2015 | 17:00

Golfvellir landsins koma vel undan vetri – Búið að opna 15 velli

Staðan á golfvöllum landsins er almennt mjög góð eftir veturinn. Líka á þeim völlum á Norður-og Austurlandi þar sem snjóað hefur á undanförnum dögum. Nú þegar eru 15 vellir opnir á SV-hluta landsins og stefnt að opnun hjá flestum á Höfuðborgarsvæðinu um miðjan maí. Alls eru 63 golfklúbbar á landinu og starfið hjá flestum þeirra er farið í gang af fullum krafti. Heimild: GSÍ