Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2015 | 10:30

Clark með ás á 17. á TPC Sawgrass! – Myndskeið

Par-3 sautjánda holan á TPC Sawgrass er einhver sú mest eftirtektarverðasta í golfinu. Oft er rifjuð upp mávauppákoman á þessum tíma árs; en hún átti sér stað í The Players mótinu 1998 þegar mávur stal golfbolta Steve Lowry á 17. flöt og flaug burtu með hann og missti hann síðan í vatnið í kringum flötina – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Áhersla á 17. holu sérlega mikil á þessari holu í kringum The Players mótið sem hefst á morgun, en mótið sjálft oft nefnt 5. risamótið.

Nú fyrir mótið í ár (2015) var Howard Clark golffréttaskýrandi Sky Sports að útskýra hvernig högg maður ætti helst að slá á 17. braut TPC Sawgrass; þegar viti menn …. hann fór holu í höggi.

Og allt tekið upp á myndskeið!

Sjá má myndskeiðið þar sem Clark fær ás á 17. holu TPC Sawgrass með því að SMELLA HÉR: