GH: Völsungur og GH í samstarf
Íþróttafélagið Völsungur og Golfklúbbur Húsavíkur hafa gert með sér samkomulagi um samstarf félaganna á milli. Samstarfssamningurinn er tilraunasamningur til eins árs til að byrja með og byggir á því að GH muni sjá um ákveðna verkþætti er viðkemur viðhaldi og umhirðu knattspyrnuvallanna. Í fréttatilkynningu segir að það sé von beggja aðila að þetta marki upphaf af enn betra og árangursríkara samstarfi íþróttafélaganna sem jafnframt styrkir félögin til lengri tíma litið. Undir samstarfsamning þennan skrifuðu formenn félagana Guðrún Kristinsdóttir fyrir hönd Völsungs og Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir hönd Golfklúbbs Húsavíkur. Heimild: 640.is
PGA: Spieth segist ekki vera á sama stigi og Rory – náði ekki niðurskurði á Players
Jordan Spieth og Rory McIlroy fengu nasarsjón af leik hvors annars þar sem þeir spiluðu saman fyrstu tvo hringina á The Players Championship, sem oft er nefnt 5. risamótið. Báðir komu inn í mótið eftir sigra undanfarið. Spieth heillaði alla með því að sigra nokkuð örugglega á The Masters risamótinu og Rory er nýbakaður heimsmeistari í holukeppni. Aldursmunur er á Jordan og Rory; Jordan er aðeins 21 árs meðan að Rory er 5 árum eldri, þ.e. 26 ára. Jordan var mjög óánægður með leik sinn á fyrstu 2 hringjunum. „Ég hef bara ekki unnið nógu mikið í leik mínum frá því á Masters,“ sagði Jordan í samtali við Golf Channel. „Ég Lesa meira
Evróputúrinn: Olesen efstur í hálfleik á Mauritius Open – Hápunktar 2. dags
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er efstur á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni sem er AfrAsia Mauritus Open. Mótið fer fram í Heritage GC í Domaine de Bel Hombre á eyjunni Mauritius. Olesen er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (65 68). Eftir 2. hringinn sagði Olesen: „Ég var ekki með miklar væntingar í þesari viku en ég vissi að ég var að sveifla vel og ég hef verið að æfa mikið s.l. vikur,“ sagði Olesen. „Ég var augljóslega að vonast eftir góðu gengi, en það hefir komið mér á óvart hversu gott stutta spilið mitt hefir verið.“ Svíinn Pelle Edberg er í 2. sæti á samtals 8 Lesa meira
PGA: Na og Kelly efstir e. 2. dag The Players
Það eru þeir Kevin Na og Jerry Kelly sem leiða á The Players eftir 2. keppnisdag. Báðir eru búnir að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Na (67 69) og Kelly (71 65). Í 3. sæti eru 4 kylfingar, sem allir hafa spilað á samtals 6 undir pari, hver, en þeirra á meðal er Rickie Fowler. Bill Haas er síðan í hópi 6 kylfinga sem deila 7.sætinu á samtals 5 undir pari. Niðurskurður var miðaður við slétt par og því „aðeins“ 8 högg sem aðskilja forystumennina frá þeim sem eru í 75. sæti og í raun allir 75 sem gætu verið að keppa til úrslita á The Players. Lesa meira
LET Access: Ólafía Þórunn: „Ætla ekki að ofhugsa þetta“
Fréttir af glæstum árangri Ólafíu Þórunnar fara víða. Nú er þegar komin frétt á vefsíðu LET Access, þar sem m.a. er tekið stutt viðtal við Ólafíu Þórunni – Sjá greinina með því að SMELLA HÉR: Greinin ber yfirskriftina: „Kristinsdóttir tekur stjórnina í Sviss“ (Ens.: „Kristinsdottir takes control in Switzerland“) og er m.a. dáðst að því að Ólafía Þórunn, sem spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Wake Forest, skuli strax halda forystu í aðeins 4. móti sínu á atvinnumanna-mótaröð! Ólafía hafði eftirfarandi um það að segja: „Fyrstu mótin voru stressandi en ég er bara að taka þetta ár þannig að ég er að safna mér reynslu, ég er bara að læra hvernig á Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra á samtals 1 undir pari e. 2. dag í Sviss!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er aldeilis að standa sig vel á ASGI Ladies Open. Valdís Þóra er búin að eiga tvo jafna og góða hringi á 71 og 72, þ.e. er samtals á 1 undir pari, 143 höggum. Á hringnum í dag fékk Valdís Þóra 2 fugla og 2 skolla – hélt öllu jöfnu og deilir 10. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum. Flott hjá Valdísi Þóru!!! Valdís flaug því í gegnum niðurskurð, en aðeins 45 stúlkur náðu niðurskurði af 119 keppendum. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru nokkrar sem spilað hafa á Evrópumótaröð kvenna, sem er næststerkasta kvenmótaröð heims á eftir bandaríska LPGA. Þetta er t.d. Isi Gabsa Lesa meira
LET Access: Ólafía Þórunn (-6!!!) í 1. sæti fyrir lokahring ASGI Ladies Open í Sviss –
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er ein í efsta sæti á ASGI Ladies Open í Gams, í Sviss. Hún átti stórglæsilegan hring upp á 6 undir pari, 66 högg í dag og er í 1. sæti fyrir lokahringinn!!! Á hringnum flotta í fékk Ólafía Þórunn 2 erni, 4 fugla og 2 skolla eða samtals -6!!! Meiriháttar hjá Ólafíu Þórunni!!! Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 8 undir pari, 136 höggum (70 66) og á 2 högg á þær sem næstar koma, sem eru þýski áhugakylfingurinn Olivia Cowan og hin þýska Nicole Goegele. Nokkrar stúlkur eiga eftir að ljúka leik, en það verður ekki séð að Lesa meira
Nordic Golf League: Birgir Leifur varð T-8 í Danmörku
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik T-8 á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku þar sem NorthSide Charity Challenge á Nordic Golf League fór fram. Mótið stóð dagana 6.-8. maí 2015 og lauk í dag. Þátttakendur voru 156. Birgir Leifur lék samtals á 2 undir pari, 214 höggum (68 75 71) og varð eins og áður segir í 8.-15. sæti í mótinu. Það var Finninn Tapio Pulkkanen, sem sigraði í mótinu á 7 undir pari, 209 höggum, vegna sérlega góðs lokahrings hans upp á 66 högg sem kom honum í bráðabana við Danann Thomas Nörret, en þar hafði Pulkkanen betur þegar á 1. holu bráðabanans og stóð uppi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Raphaël Jacquelin – 8. maí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin. Raphaël fæddist 8. maí 1974 í Lyon í Frakklandi og á því 41 árs afmæli í dag! Raphaël gerðist atvinnumaður í golfi, fyrir 20 árum síðan 1995, eftir að verða franskur meistari. Raphaël hóf ferilinn á Áskorendamótaröðinni. Árið 1997 sigraði hann tvívegis og varð í 4. sæti á peningalistanum þannig að hann komst á Evrópumótaröðina 1998. Það var samt ekki fyrr en í 238. mótinu sem hann tók þátt í á Evrópumótaröðinni að hann vann fyrsta sigur sinn. Það var fyrir 10 árum, árið 2005 á Open de Madrid. Hann vann í 2. sinn, 2007 á BMW Asian Open. Besti árangur hans á Lesa meira
GB: Hamarsvöllur kemur vel undan vetri
Hamarsvöllur kemur vel undan vetri. Ástand flata og brauta er mun betri en í fyrra. Það var helst að trjágróðurinn hafi fengið á baukinn. En því hefur verið bjargað með góðu átaki snemma í vor með því að klippa og grisja (boltaleitarsvæði). Allur vélakostur GB var tekinn í gegn í vetur og gerður meira en gangfær og toppaður með fegrunaryfirhalningu. Ný teigmerki og lengdarmerki hafa verið unnin, Alsherjar tiltekt gerð í vélageymslu og skápagámi sem og öðrum gámum og umhverfið snyrt. Flatir og teigar sandaðir og valtaðir. Og nú síðast, sláttur á vellinum, sem hófst 5 maí s.l. Brautir verða breikkaðar og lengdar á kostnað kargans, nokkuð sem gleðja mun Lesa meira










