Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 16:55

Nordic Golf League: Birgir Leifur varð T-8 í Danmörku

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk leik T-8 á Lyngbygaard golfvellinum í Brabrand, Danmörku þar sem NorthSide Charity Challenge á Nordic Golf League fór fram.

Mótið stóð dagana 6.-8. maí 2015 og lauk í dag. Þátttakendur voru 156.

Birgir Leifur lék samtals á 2 undir pari, 214 höggum (68 75 71) og varð eins og áður segir í 8.-15. sæti í mótinu.

Það var Finninn Tapio Pulkkanen, sem sigraði í mótinu á 7 undir pari, 209 höggum, vegna sérlega góðs lokahrings hans upp á 66 högg sem kom honum í bráðabana við Danann Thomas Nörret, en þar hafði Pulkkanen betur þegar á 1. holu bráðabanans og stóð uppi sem sigurvegari!

Til þess að sjá lokastöðuna á NorthSide Charity Challenge SMELLIÐ HÉR: