Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 15:00

GB: Hamarsvöllur kemur vel undan vetri

Hamarsvöllur kemur vel undan vetri. Ástand flata og brauta er mun betri en í fyrra.

Það var helst að trjágróðurinn hafi fengið á baukinn. En því hefur verið bjargað með góðu átaki snemma í vor með því að klippa og grisja (boltaleitarsvæði).

Allur vélakostur GB var tekinn í gegn í vetur og gerður meira en gangfær og toppaður með fegrunaryfirhalningu.

Ný teigmerki og lengdarmerki hafa verið unnin, Alsherjar tiltekt gerð í vélageymslu og skápagámi sem og öðrum gámum og umhverfið snyrt. Flatir og teigar sandaðir og valtaðir. Og nú síðast, sláttur á vellinum, sem hófst 5 maí s.l.

Brautir verða breikkaðar og lengdar á kostnað kargans, nokkuð sem gleðja mun held ég flesta þá sem sækja Hamarsvöll heim að staðaldri. Nokkuð gott vetrar- og vorverk miðað við að GB er með einn starfsmann á launum og hann tekur sér launalaust frí lungann úr vetrinum!