Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 19:15

LET Access: Valdís Þóra á samtals 1 undir pari e. 2. dag í Sviss!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er aldeilis að standa sig vel á ASGI Ladies Open.

Valdís Þóra er búin að eiga tvo jafna og góða hringi á 71 og 72, þ.e. er samtals á 1 undir pari, 143 höggum.

Á hringnum í dag fékk Valdís Þóra 2 fugla og 2 skolla – hélt öllu jöfnu og deilir 10. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum.  Flott hjá Valdísi Þóru!!!

Valdís flaug því í gegnum niðurskurð, en aðeins 45 stúlkur náðu niðurskurði af 119 keppendum.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru nokkrar sem spilað hafa á Evrópumótaröð kvenna, sem er næststerkasta kvenmótaröð heims á eftir bandaríska LPGA.  Þetta er t.d. Isi Gabsa frá Þýskalandi (sjá kynningu Golf 1 á Isi með því að SMELLA HÉR: ); Viva Schlasberg frá Svíþjóð (sjá kynningu Golf 1 á Vivu með því að SMELLA HÉR:) og Anna Rossi frá Ítalíu (sjá kynningu Golf 1 á Önnu með því að SMELLA HÉR: )

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á ASGI Ladies Open SMELLIÐ HÉR: