Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 17:15

LET Access: Ólafía Þórunn (-6!!!) í 1. sæti fyrir lokahring ASGI Ladies Open í Sviss –

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er ein í efsta sæti á ASGI Ladies Open í Gams, í Sviss.

Hún átti stórglæsilegan hring upp á 6 undir pari, 66 högg í dag og er í 1. sæti fyrir lokahringinn!!!

Á hringnum flotta í fékk Ólafía Þórunn 2 erni, 4 fugla og 2 skolla eða samtals -6!!!

Meiriháttar hjá Ólafíu Þórunni!!!

Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 8 undir pari, 136 höggum (70 66) og á 2 högg á þær sem næstar koma, sem eru þýski áhugakylfingurinn Olivia Cowan og hin þýska Nicole Goegele.

Nokkrar stúlkur eiga eftir að ljúka leik, en það verður ekki séð að nein þeirra geti hróflað við ofangreindu.

Til þess að sjá stöðuna á ASGI Ladies Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: