Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 13:15

Evróputúrinn: Coetzee sigraði á Mauritius

George Coetzee, frá S-Afríku hafði betur en hinn danski Thorbjörn Olesen í 2. holu bráðabana sem fram varð að fara milli þeirra, til að skera úr um úrslit í AfrAsia Bank Mauritius Open. Coetzee fékk tvívegis fugla á 18. holuna, sem spiluð var í bráðabananum en Olesen átti ekki séns að halda sér í bráðabanaum og féll úr leik á 2. holu þannig að Coetzee sigraði. Báðir voru þeir Olesen og Coetzee á samtals 18 undir pari eftir hefðbundinn 72. holu leik. Þetta er 2. sigur Coetzee á Evrópumótaröðinni, en hann sigraði á Joburg Open í fyrra, þ.e. 2014, á heimavelli í Suður-Afríku. Sjá má lokastöðuna á AfrAsia Bank Mauritius Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 12:40

GKB: Kiðjabergið opið – Regína fékk næstum ás!

Óvíst var nú í morgun hvort hægt væri að opna uppáhaldsvöll margra, hinn gullfallega Kiðjabergsvöll, en snjóað hafði og lá snjór yfir öllu. Snjóinn tók hins vegar upp og er hægt að bregða sér í Kiðjabergið og spila golf í dag! Það gerði Regína Sveinsdóttir, GKB og …. fékk næstum ás. Það hefði verið svo gaman að sjá holu í höggi strax fyrsta daginn, sem völlurinn er opinn, en því var ekki ætlað að vera – boltinn hjá Regínu á 16. braut  í Kiðjaberginu fór i stöngina og umhverfis holuna.  Kannast einhver við það? En þetta var gefinn fugl!

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 12:00

GVS: Úlfar Gíslason sigraði í Skemmustyrktarmótinu

Styrktarmót vegna æfinga og vélaskemmu GVS fór fram á Kálfatjarnarvelli í gær.  Öll mótsgjöld runnu til styrktar  skemmubyggingunni, sem var reist á síðasta ári en nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingaraðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur. Mótið í gær var punktamót og veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.  Þátttakendur voru 48, þar af 7 kvenkylfingar. Verðlaunin voru glæsileg m.a. frá Fjarðakaupum, Bláa Lóninu, Golfbúðinni, Hamborgara Fabrikkunni , Gamla Pósthúsinu og fl. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: Í 1. sæti í höggleik án forgjafar varð Aron Bjarni Stefánsson, GSE, en hann var sá eini sem spilaði Kálfatjarnarvöll undir 80 í gær, þ.e. á 79 höggum! 1. sæti Úlfar Gíslason GO með 41 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 10:00

PGA: Chris Kirk leiðir fyrir lokahring Players mótsins

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem leiðir fyrir lokahring Players mótsins. Kirk er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum (70 68 68). Á hæla Kirk eru 3 kylfingar: landar hans, Bill Haas, Ben Martin og Kevin Kisner, sem allir eru aðeins 1 höggi á eftir, búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum. Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu, þ.á.m. Sergio Garcia og forystumenn 2. dags þ.e. Kevin Na og Jerry Kelly en þessir kylfingar eru 2 höggum á eftir Kirk þ.e. allir samtals 8 undir pari, hver. Rickie Fowler er einn af 6 sem deila 11. sætið; allir á samtals 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 23:45

LET Access: Besti árangur Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru frá upphafi á LET Access

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náðu góðum árangri á ASGI meistaramótinu sem lauk í dag í Sviss. Ólafía endaði í 5. sæti á -5 samtals en hún náði sér ekki á strik á lokahringnum þar sem hún lék á 75 höggum. Valdís Þóra endaði í 7.–9. sæti en hún lék lokahringinn á 70 höggum og var samtals á -3. Þetta er besti árangur þeirra á tímabilinu og besti árangur þeirra beggja frá upphafi á þessari sterku atvinnumótaröð. Hér má sjá lokastöðuna á ASGI Ladies Open SMELLIÐ HÉR:  Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu – sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Gal ———– 9. maí 2015

Það er W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal sem er afmæliskylfingur dagsins. Sandra er fædd 9. maí 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!  Foreldrar Söndru heita Jan og Alexandra Gal og er hún einkabarn þeirra. Sandra er mjög listhneigð og fæst við að mála myndir í frítíma sínum.  Hún var við nám í University of Florida 2005-2007 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliðinu The Florida Gators. Sandra hefir 1 sinni sigrað á LPGA og finnst mörgum orðið tímabært að hún bæti öðrum sigri við, en hún hefir verið að standa sig mjög vel á mótum á 2015 tímabilinu. Eini sigur Söndru Gal á LPGA kom 27. mars Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 12:00

Portmarnock leyfir hugsanlega kvenkylfingum inngöngu

Margir íslenskir kylfingar, sem spilað hafa golf á Írlandi kannast við Portmarnock golfklúbbinn og glæsilega tvo golfvelli hans, sem eru aðeins í 16 km fjarlægð frá miðborg Dyflinnar. Klúbburinn var stofnaður fyrir meira en 100 árum og er einn af þeim golfklúbbum, sem hingað til hefir aðeins leyft karlkyns kylfingum að gerast félagar í klúbbnum. Nú er í athugun hjá klúbbnum hvort ekki eigi að leyfa kvenkylfingum að gerast félagar í þessum sögufræga klúbb. Í The Irish Daily Mirror kom m.a. fram að bréfum hefði verið dreift til klúbbfélaga þar sem þeim eru kynntar þessar sögulegu breytingar. Konum er leyft að spila annan völlinn en keppnisvöllinn aðeins í fylgd karla.  Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 11:00

GA: Stefnt að opnun Jaðars 23. maí nk.

Þó svo að sumrið sé aðeins að láta bíða eftir sér þá eru vorverkin komin á fullt á Jaðri. Búið er að planta nokkrum trjám við gömlu flötina á 1.braut og eiga fleiri eftir að bætast við, auk þess sem gömlu glompunum verður lokað og verður svæðið því allt talsvert fallegra en það hefur verið undanfarin ár. Einnig hefur verið unnið í drenvinnu á 13. braut, hún hefur verið að stríða þeim í GA og vonum þeir GA-menn að með þessu þá lagist hún til muna. Einnig var búin til glompa fyrir framan vatnið hægra megin á brautinni. Eins og vonandi flestir vita þá taka GA-ingar tvær nýjar brautir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 08:00

GK: Ókeypis SNAG námskeið f. 4-10 ára í dag!

Í maí verður frítt fyrir alla krakka á aldrinum 4-10 á SNAG námskeið í Hraunkoti. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Hraunkot klukkan 10 í dag, laugardag. Tilvalið til að kanna áhuga yngstu kynslóðarinnar á golfíþróttinni. Krakkar þurfa að vera í fylgd foreldra. Einsog sést á meðfylgjandi mynd þá eru þátttakendur á öllum aldri.

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 08:00

PGA: Casey dregur sig úr Players

Paul Casey dró sig úr The Players Championship í gær á grundvelli slæms magavírusar, sem hann fékk í kjölfar matareitrunar að því er talið er. Casey, hóf leik í mótinu á fimmtudaginn og átti slælegan hring upp á 79 högg. Þetta er í 2. sinn í tveimur mótum sem hann þjáist af afleiðingum þessa magavírusar. Í fyrra skiptið var þegar hann lék á móti Rory McIlroy í undanúrslitum á  Harding Park í San Francisco sunnudagsmorguninn fyrir viku. Rory vann á einu holunni sem þeir spiluðu þann dag. Casey sagði fyrr í vikunni að sér liði aðeins betur og að jafnvel sér hefði tekist að sigra Rory í undanúrslitunum hefði hann aldrei getað Lesa meira