Thorbjörn Olesen
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 04:58

Evróputúrinn: Olesen efstur í hálfleik á Mauritius Open – Hápunktar 2. dags

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er efstur á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni sem er AfrAsia Mauritus Open.

Mótið fer fram í Heritage GC í Domaine de Bel Hombre á eyjunni Mauritius.

Olesen er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (65 68).

Eftir 2. hringinn sagði Olesen:

Ég var ekki með miklar væntingar í þesari viku en ég vissi að ég var að sveifla vel og ég hef verið að æfa mikið s.l. vikur,“ sagði Olesen. „Ég var augljóslega að vonast eftir góðu gengi, en það hefir komið mér á óvart hversu gott stutta spilið mitt hefir verið.

Svíinn Pelle Edberg er í 2. sæti á samtals 8 undir pari, þ.e. aðeins einu höggi á eftir Olesen.  Hann lék 2. hringinn á 5 undir pari 66 höggum. 6 to

Suður-afríkaninn Thomas Aiken var líkt og Olesen á 66 höggum í gær og er í 3. sæti enn öðru höggi á eftir, líkt og landi hans Dean Burmester og Englendingurinn Matthew Fitzpatrick

Til þess að sjá stöðuna á AfrAsia Bank Mauritus Open í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AfrAsia Bank Mauritus Open SMELLIÐ HÉR: