Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 07:00

GH: Völsungur og GH í samstarf

Íþróttafélagið Völsungur og Golfklúbbur Húsavíkur hafa gert með sér samkomulagi um samstarf félaganna á milli.

Samstarfssamningurinn er tilraunasamningur til eins árs til að byrja með og byggir á því að GH muni sjá um ákveðna verkþætti er viðkemur viðhaldi og umhirðu knattspyrnuvallanna.

Í fréttatilkynningu segir að það sé von beggja aðila að þetta marki upphaf af enn betra og árangursríkara samstarfi íþróttafélaganna sem jafnframt styrkir félögin til lengri tíma litið.

Undir samstarfsamning þennan skrifuðu formenn félagana Guðrún Kristinsdóttir fyrir hönd Völsungs og Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir hönd Golfklúbbs Húsavíkur.

Heimild: 640.is