Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 03:25

PGA: Na og Kelly efstir e. 2. dag The Players

Það eru þeir Kevin Na og Jerry Kelly sem leiða á The Players eftir 2. keppnisdag.

Báðir eru búnir að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum; Na (67 69) og Kelly (71 65).

Í 3. sæti eru 4 kylfingar, sem allir hafa spilað á samtals 6 undir pari, hver, en  þeirra á meðal er Rickie Fowler.

Bill Haas er síðan í hópi 6 kylfinga sem deila 7.sætinu á samtals 5 undir pari.

Niðurskurður var miðaður við slétt par og því „aðeins“ 8 högg sem aðskilja forystumennina frá þeim sem eru í 75. sæti og í raun allir 75 sem gætu verið að keppa til úrslita á The Players.

Tiger er einn af þeim sem rétt náði niðurskurði á samtals sléttu pari (73 71) eftir tvo hringi af jöfnu og í og með góðu golfi (reyndar var fyrri hringurinn þannig að þar voru mistök sem ekki hefðu átt að sjást hjá fyrrum nr. 1 á heimslistanum – en seinni hringurinn var þó mun skárri þannig að spennandi verður hvað Tiger gerir um helgina).

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru stór nöfn á borð við Justin Rose og Phil Mickelson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Players SMELLIÐ HÉR: