Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2015 | 19:25

LET Access: Ólafía Þórunn: „Ætla ekki að ofhugsa þetta“

Fréttir af glæstum árangri Ólafíu Þórunnar fara víða.

Nú er þegar komin frétt á vefsíðu LET Access, þar sem m.a. er tekið stutt viðtal við Ólafíu Þórunni – Sjá greinina með því að SMELLA HÉR: 

Greinin ber yfirskriftina: „Kristinsdóttir tekur stjórnina í Sviss“ (Ens.: „Kristinsdottir takes control in Switzerland“) og er m.a. dáðst að því að Ólafía Þórunn, sem spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Wake Forest, skuli strax halda forystu í  aðeins 4. móti sínu á atvinnumanna-mótaröð!

Ólafía hafði eftirfarandi um það að segja:

Fyrstu mótin voru stressandi en ég er bara að taka þetta ár þannig að ég er að safna mér reynslu, ég er bara að læra hvernig á að spila hér. Ég geri bara allt eins á morgun og ætla ekki að ofhugsa þetta.“

Nú er bara að vona að allt fari vel í Sviss á morgun hjá Ólafíu!!!