Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 12:40

GKB: Kiðjabergið opið – Regína fékk næstum ás!

Óvíst var nú í morgun hvort hægt væri að opna uppáhaldsvöll margra, hinn gullfallega Kiðjabergsvöll, en snjóað hafði og lá snjór yfir öllu.

Snjóinn tók hins vegar upp og er hægt að bregða sér í Kiðjabergið og spila golf í dag!

Það gerði Regína Sveinsdóttir, GKB og …. fékk næstum ás.

Það hefði verið svo gaman að sjá holu í höggi strax fyrsta daginn, sem völlurinn er opinn, en því var ekki ætlað að vera – boltinn hjá Regínu á 16. braut  í Kiðjaberginu fór i stöngina og umhverfis holuna.  Kannast einhver við það?

En þetta var gefinn fugl!