
LET Access: Besti árangur Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru frá upphafi á LET Access
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni náðu góðum árangri á ASGI meistaramótinu sem lauk í dag í Sviss. Ólafía endaði í 5. sæti á -5 samtals en hún náði sér ekki á strik á lokahringnum þar sem hún lék á 75 höggum. Valdís Þóra endaði í 7.–9. sæti en hún lék lokahringinn á 70 höggum og var samtals á -3. Þetta er besti árangur þeirra á tímabilinu og besti árangur þeirra beggja frá upphafi á þessari sterku atvinnumótaröð.
Hér má sjá lokastöðuna á ASGI Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu – sem er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni.
Ólafía lék hringina þrjá á (70-66-75) eða 211 höggum en sigurvegarinn Olivia Cowan frá Þýskalandi lék á -9 samtals. Valdís lék mjög stöðugt golf en hún var á -2 í dag (71-72-70) og 213 höggum samtals.
Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti.
Valdís Þóra endaði í 35. sæti á fyrsta mótinu, Generali de Dinard, sem fram fór í Frakklandi en Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Árangur Valdísar á öðru móti tímabilsins Spáni er á meðal besta árangurs hennar á LETAS en hún náði 8. sæti á móti í Noregi í fyrra. Ólafía endaði í 13. sæti í fyrra á eina mótinu sem hún tók þátt í á LETAS mótaröðinni en hún var ekki með keppnisrétt á mótaröðinni en fékk boð um að taka þátt á einu móti.
Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014.
Þetta er þriðja mót keppnistímabilsins en íslensku kylfingarnir ætla að leggja áherslu á LET Access mótaröðina á þessu tímabili. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni.
Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024