Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 12:00

GVS: Úlfar Gíslason sigraði í Skemmustyrktarmótinu

Styrktarmót vegna æfinga og vélaskemmu GVS fór fram á Kálfatjarnarvelli í gær.  Öll mótsgjöld runnu til styrktar  skemmubyggingunni, sem var reist á síðasta ári en nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingaraðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur.

Mótið í gær var punktamót og veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin.  Þátttakendur voru 48, þar af 7 kvenkylfingar.

Verðlaunin voru glæsileg m.a. frá Fjarðakaupum, Bláa Lóninu, Golfbúðinni, Hamborgara Fabrikkunni , Gamla Pósthúsinu og fl.

Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi:

Í 1. sæti í höggleik án forgjafar varð Aron Bjarni Stefánsson, GSE, en hann var sá eini sem spilaði Kálfatjarnarvöll undir 80 í gær, þ.e. á 79 höggum!

1. sæti Úlfar Gíslason GO með 41 punkt
2. sæti  Sigurdís Reynisdóttir GVS með 38 punkta
3. sæti  Atle Vivas GK með 37 punkta
4. sæti  Rúrik Lyngberg Birgisson GVS með 36 punkta
5. sæti  Elís Rúnar Víglundsson GM með 35 punkta (14 fleiri punktar á seinni 9, þ.e. 21 punktur)
6. sæti  Sigurður Ómar Ólafsson GKG með 35 punkta (20 15).