George Coetzee
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 13:15

Evróputúrinn: Coetzee sigraði á Mauritius

George Coetzee, frá S-Afríku hafði betur en hinn danski Thorbjörn Olesen í 2. holu bráðabana sem fram varð að fara milli þeirra, til að skera úr um úrslit í AfrAsia Bank Mauritius Open.

Coetzee fékk tvívegis fugla á 18. holuna, sem spiluð var í bráðabananum en Olesen átti ekki séns að halda sér í bráðabanaum og féll úr leik á 2. holu þannig að Coetzee sigraði.

Báðir voru þeir Olesen og Coetzee á samtals 18 undir pari eftir hefðbundinn 72. holu leik.

Þetta er 2. sigur Coetzee á Evrópumótaröðinni, en hann sigraði á Joburg Open í fyrra, þ.e. 2014, á heimavelli í Suður-Afríku.

Sjá má lokastöðuna á AfrAsia Bank Mauritius Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má glæsitilþrif Coetzee á lokahringnum með því að SMELLA HÉR: