Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 08:00

GK: Ókeypis SNAG námskeið f. 4-10 ára í dag!

Í maí verður frítt fyrir alla krakka á aldrinum 4-10 á SNAG námskeið í Hraunkoti.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Hraunkot klukkan 10 í dag, laugardag.

Tilvalið til að kanna áhuga yngstu kynslóðarinnar á golfíþróttinni.

Krakkar þurfa að vera í fylgd foreldra.

Einsog sést á meðfylgjandi mynd þá eru þátttakendur á öllum aldri.