Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2015 | 08:00

PGA: Casey dregur sig úr Players

Paul Casey dró sig úr The Players Championship í gær á grundvelli slæms magavírusar, sem hann fékk í kjölfar matareitrunar að því er talið er.

Casey, hóf leik í mótinu á fimmtudaginn og átti slælegan hring upp á 79 högg.

Þetta er í 2. sinn í tveimur mótum sem hann þjáist af afleiðingum þessa magavírusar.

Í fyrra skiptið var þegar hann lék á móti Rory McIlroy í undanúrslitum á  Harding Park í San Francisco sunnudagsmorguninn fyrir viku.

Rory vann á einu holunni sem þeir spiluðu þann dag. Casey sagði fyrr í vikunni að sér liði aðeins betur og að jafnvel sér hefði tekist að sigra Rory í undanúrslitunum hefði hann aldrei getað spilað í úrslitunum, svo þjáður var hann orðinn þá í maganum.

Casey er 2. kylfingurinn sem dregur sig úr The Players, en áður var fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2016,  Darren Clarke búinn að draga sig úr mótinu eftir 11 spilaðar holur á 1. degi mótsins, s.l. fimmtudag, vegna úlnliðsmeiðsla.