
PGA: Chris Kirk leiðir fyrir lokahring Players mótsins
Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem leiðir fyrir lokahring Players mótsins.
Kirk er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum (70 68 68).
Á hæla Kirk eru 3 kylfingar: landar hans, Bill Haas, Ben Martin og Kevin Kisner, sem allir eru aðeins 1 höggi á eftir, búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum.
Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu, þ.á.m. Sergio Garcia og forystumenn 2. dags þ.e. Kevin Na og Jerry Kelly en þessir kylfingar eru 2 höggum á eftir Kirk þ.e. allir samtals 8 undir pari, hver.
Rickie Fowler er einn af 6 sem deila 11. sætið; allir á samtals 7 undir pari, hver.
Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er búinn að spila sá samtals 6 undir pari og er þar með í hópi 9 kylfinga sem deila 17. sætið (í þeim hópi eru m.a. Adam Scott, Ian Poulter og Bubba Watson).
Tiger er í einu af neðstu sætunum af þeim 75 sem komust í gegnum niðurskurð er T-68 eftir 3. hring upp á 75 högg en samtals er hann búinn að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (73 71 75) – en merkilegt að hann skuli þó geta komið sér í gegnum niðurskurð eftir allt sem gengið hefir á í einkalífi hans að undanförnu (erfiður tími árs fyrir hann því því á þessum tíma fyrir 9 árum missti hann föður sinn og aðeins fyrir viku síðan hætti hann með kærustu sinni til 3 ára Lindsey Vonn).
Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem spilaður verður í dag SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Players 2015 SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024