Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 10:00

PGA: Chris Kirk leiðir fyrir lokahring Players mótsins

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem leiðir fyrir lokahring Players mótsins.

Kirk er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum (70 68 68).

Á hæla Kirk eru 3 kylfingar: landar hans, Bill Haas, Ben Martin og Kevin Kisner, sem allir eru aðeins 1 höggi á eftir, búnir að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum.

Hópur 6 kylfinga deilir síðan 5. sætinu, þ.á.m. Sergio Garcia og forystumenn 2. dags þ.e. Kevin Na og Jerry Kelly en þessir kylfingar eru 2 höggum á eftir Kirk þ.e. allir samtals 8 undir pari, hver.

Rickie Fowler er einn af 6 sem deila 11. sætið; allir á samtals 7 undir pari, hver.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er búinn að spila sá samtals 6 undir pari og er þar með í hópi 9 kylfinga sem deila 17. sætið (í þeim hópi eru m.a. Adam Scott, Ian Poulter og Bubba Watson).

Tiger er í einu af neðstu sætunum af þeim 75 sem komust í gegnum niðurskurð er T-68 eftir 3. hring upp á 75 högg en samtals er hann búinn að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (73 71 75) – en merkilegt að hann skuli þó geta komið sér í gegnum niðurskurð eftir allt sem gengið hefir á í einkalífi hans að undanförnu (erfiður tími árs fyrir hann því því á þessum tíma fyrir 9 árum missti hann föður sinn og aðeins fyrir viku síðan hætti hann með kærustu sinni til 3 ára Lindsey Vonn).

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem spilaður verður í dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Players 2015 SMELLIÐ HÉR: