Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (1/5)

Nafnið sem er á allra vörum þessa dagana er Rickie Fowler.  Hann sannaði það s.l. helgi 9-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“! En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því verður reynt að svara í 5 greinum og birtist sú fyrsta í dag. Rick Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2015 | 08:00

Bestu par-3 í heimi

Það eru margir sem hafa sína uppáhalds par-3 holu. Hér á landi eru vinsælir kandídatar t.a.m. Skrúður á Garðavelli á Akranesi; Bergvíkin í Leirunni; par-3 7. holan á Meðaldalsvelli á Þingeyri, (ekki margar holur sem hafa náttúrulegan foss!; eyju-flötin á 16. braut í Borgarnesi; par-3 10. holan á Hvaleyrinni  (þ.e. Sandvíkin) o.s.frv. o.s.frv. Á listum yfir 10 bestu par-3 holur heims sjást oft sömu holurnar. T.d. hálfeyju-„green“ 17. holunnar á TPC Sawgrass. Sjá má samantekt Golf Travel um bestu par-3 holur í heimi með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 22:30

PGA: Heitur koss Rickie og Alexis

Það eru allir að tala um heitan koss, sem Rickie Fowler hlaut að launum fyrir sigur sinn á The Players á TPC Sawgrass í Flórída í gær. Eftir sigurinn kyssti og knúsaði kærasta Rickie Alexis Randock hann heitt og innilega. Allir golffréttamiðlar eru uppfullir af fréttum af kossinum – m.a. talar Amanda Balionis um hann – Sjá með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá umfjöllun People um Kossinn SMELLA HÉR:  Sjá má myndskeið USA Today um Kossinn með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 22:00

PGA: Sergio Garcia truflaður við leik með hrópum á Players

Að vera að keppa til úrslita á The Players Championship er ekkert nýtt fyrir Sergio Garcia. Ekki heldur að gerð séu hróp að leikmönnum. En þessi hróp virtust háværari og dónalegri en venjulega fyrir Spánverjann þegar hann var í 3 manna umspilinu. Garcia var truflaður við fjölmörg högg sem hann tók, sérstaklega þegar lítill hópur áhorfenda hrópaði „U-S-A.“ á 17. teig. Garcia setti ekki niður 13 metra pútt og misheppnaðist algerlega að fara í bráðabanahluta umspilsins. Rickie Fowler og Kevin Kisner kepptu til úrslita og Fowler setti niður 5. fuglinn sinn þessa vikuna á eyjuholunni á 17. og nældi sérí 2. PGA Tour sigur sinn. „Þetta var að mestu leyti frábært,“ sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 19:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Ingunn Gunnarsdóttir —– 11. maí 2015

Það eru Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, GK og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG sem eru afmæliskylfingar dagsins. Guðbjörg Erna er fædd 11. maí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Ingunn fæddist í dag fyrir kvart af öld og er því fædd 11. maí 1990. Komast á Facebooksíðu afmæliskylfinganna til þess að óska Guðbjörgu Ernu og Ingunni til hamingju daginn hér að neðan:   Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Ingunn Gunnarsdóttir (25 ára stórafmæli Innilega til hamingju með afmælið! ) Aðrir frægir kylfingar eru: Aðalheiður Jörgensen, 11. maí 1956 (59 ára); 11. maí Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir, 11. maí 1962 (53 ára); Blair Piercy, (kanadískur kylfingur) 11. maí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 18:10

Ian Poulter og Ted Bishop í hár saman út af „ofmetnu“ kosningunni

Ian Poulter og fyrrum forseti PGA of America Ted Bishop eru nú enn eitt skiptið komnir í hár saman yfir kosningu þar sem leikmenn PGA völdu Ian Poulter einn „ofmetnasta“ kylfing mótaraðarinnar. Poulter, sem og bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler voru kosnir mest „ofmetnu kylfingar“ PGA Tour, en sá síðarnefndi svaraði gagnrýnisröddunum með því að sigra á  the Players Championship í 3 manna umspili. Bishop sem rekinn var frá PGA of America í október s.l. fyrir að atyrða Poulter og kalla hann „lil girl“ þ.e. „litla grenjuskjóðu“ á virtist vera að gera grín að Poulter eftir sigur Fowler á TPC Sawgrass. Bishop tvítaði: „Rickie Fowler – er verðandi goðsögn.  Nú er aðeins einn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2015 | 16:30

PGA: Rickie Fowler sigraði á Players!!! – Hápunktar lokahringsins

Bandaríski kylfingurinn, Rickie Fowler, sigraði á The Players í gær, en mótið er oft nefnt 5. risamótið. Það hlaut að koma að því en Rickie hefir svo oft verið ofarlega í mótum án þess að takast almennilega að sigra fyrr en nú! Fowler var jafn þeim Sergio Garcia og Kevin Kisner eftir hefðbundinn 72. holu leik. Allir léku á samtals 12 undir pari, 276 höggum; Fowler (69 69 71 67); Garcia (69 72 67 68) og Kisner (73 67 67 69 ). Það kom því til sögulegs umspils sem lengi verður í minnum haft. Garcia datt út á 3. holu umspilsins en Rickie sigraði með fugli á einni þekktustu par-3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Gestur Jónsson – 10. maí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Gestur Jónsson. Sævar Gestur er fæddur 10. maí 1955 og á því 60 ára merkisafmæli. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju hér fyrir neðan: Sævar Gestur Jónsson F. 10. maí 1955 (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, 10. maí 1927-10. júlí 2008); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (51 árs);  Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (48 ára); Gunnar Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (33 ára);  Tómas Freyr Aðalsteinsson, 10. maí 1983 (32 ára); Darry Lloyd, Sólskinstúr, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 15:00

PGA: Teighögg Tiger lenti … rétt við kvennateig!

Tiger Woods hefir átt ótrúlega léleg högg á The Players og mótið mest eftirminnilegt hvað frammistöðu hans varðar fyrir þær sakir. Stutt er að minnast arfalélegs höggs á par-3 8. braut TPC Sawgrass á 1. hring The Players – Sjá frásögn Golf 1 af því með því að SMELLA HÉR: Nú er hann búinn að bæta enn öðru ótrúlegu höggi við en það er drævið á par-5 2. braut á 3. hring The Players. Á þessari braut verður að draga boltann, en Tiger húkkaði beint í átt að trjánum og beint í átt að …. kvennateignum. Höggið varð aðeins 107 yarda (u.þ.b. 98 metra) á par-5 braut þar sem hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2015 | 14:00

LET: Feng vann í Kína

Það var Shanshan Feng sem stóð uppi sem sigurvegari í Buick Championship í Kína. Og sigurinn var sannfærandi en hún átti heil 6 högg á næsta keppanda. Feng lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (65 67 69 70). Í 2. sæti varð stúlka frá S-Kóreu, Hyeon Seo Kang, en hún lék á samtals 11 undir pari. Danska stúlkan Nicole Broch Larsen varð í 3. sæti á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: