Gísli lauk keppni T-34 á St. Andrews Links Trophy
Gísli Sveinbergsson, GK var sá eini af íslensku keppendunum þremur, sem náði niðurskurði á St. Andrews Links Trophy. Þrír íslenskir kylfingar þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, hófu keppni á St. Andrews Links Trophy, en mótið fór fram í vöggu golfsins á St. Andrews, dagana 8.-10. júní 2018 og lauk í gær. Leikið var á tveimur völlum: New Course (par-71) Old Course (par-72). Gísli lék samtals á 3 yfir pari, 290 höggum (69 73 70 78). Sigurvegari mótsins varð John Murphy úr Kinsale golfklúbbnum eftir bráðabana við Jannik de Bruyn frá Þýskalandi, en báðir voru þeir á 9 undir pari, 278 höggum eftir hefðbundna Lesa meira
Nordic Golf League: Haraldur og Guðmundur luku keppni T-15 í Svíþjóð
Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon, á velli Österlens GK í Simrishamn, Svíþjóð. Mótið var hlut af Nordic Golf League mótaröðinni; fór fram dagana 8.-10. júní 2018 og lauk því í gær. Báðir léku þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst á samtals 3 undir pari, 210 höggum; Haraldur (69 72 69) og Guðmundur Ágúst (69 71 70). Báðir deildu þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst 15. sætinu, sem er frábær árangur þegar litið er til þess að 156 hófu keppni. Sigurvegari mótsins var áhugamaðurinn Morten Toft Hansen frá Danmörku, en hann lék á samtals 9 undir pari, Lesa meira
LPGA: Annie Park sigurvegari Shoprite
Það var bandaríski kylfingurinn Annie Park sem sigraði á Shoprite Classic. Þetta er fyrsti sigur Annie Park á LPGA. Park lék á samtals 16 undir pari, 197 höggum (69 – 65 – 63). Í 2. sæti varð Sakura Yokomine frá Japan, einu höggi á eftir á samtals 15 undir pari, 198 höggum (70 – 67 – 61). Þriðja sætið vermdi síðan annar kylfingur frá Bandaríkjunum, Marina Alex á samtals 14 undir pari, 199 höggum (67 – 68 – 64). Þessar þrjár efstu voru þær einu til þess að vera á heildarskori undir 200 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Figueiredo sigurvegari KPMG Trophy
Það var Pedro Figureiredo, frá Portúgal sem stóð uppi sem sigurvegari á KPMG Trophy, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Figureiredo hampaði bikarnum eftir 3 manna bráðabana, þar sem hann hafði betur gegn Anton Karlsson frá Svíþjóð og Stuart Manley frá Wales, en allir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur, búnir að spila á samtals 22 undir pari, hver. Par-4 18. brautin á velli L´Empereur í Ways, Genappe í Belgíu var spiluð aftur og sigraði Figureiredo á fugli, meðan Karlsson og Manley töpuðu á pari. Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, tók þátt í mótinu en komst því miður ekki gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á KPMG Trophy Lesa meira
Evróputúrinn: Korhonen sigraði á Shot Clock Masters!
Það var Finninn Mikko Korhonen, sem sigraði á Shot Clock Masters í gær, sunnudaginn 10. júní 2018, á móti vikunnar á Evróputúrnum. Korhonen lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 67 68 69) og átti heil 6 högg á þann sem landaði 2. sætinu, Connor Syme frá Skotlandi, sem lék á samtals 10 undir pari. Spilað var í Diamond CC, í Atzenbrügg, Svíþjóð, velli sem er mörgum Íslendingum kunnur. Sjá má lokastöðuna á Shot Clock Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta Shot Clock Masters með því að SMELLA HÉR:
Annika á Stelpugolfi!
Í dag, 10. júní 2018 var Stelpugolf dagurinn og að þessu sinni mætti einn besti kvenkylfingur fyrr og síðar, Annika Sörenstam frá Svíþjóð. Annika hélt sýnikennslu, sló högg og sagði frá undirstöðuatriðum í uppstillingu, atriðum er varða andlegu hlið golfsins, en það sagði hún ávallt hafa verið sterkustu hlið hennar, o.m.fl. Eins sagði Annika frá deginum 16. mars 2001 þegar hún varð fyrsti kvenkylfingurinn til þess að spila á 59 höggum í LPGA móti. Kynnir og spyrill var framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, Ólafur Björn Loftsson. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Anniku Sörenstam á Stelpugolfdeginum:
PGA: DJ sigraði á St. Jude Classic!
Það var nr. 2 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), sem vann yfirburðarsigur á St. Jude Classic nú í kvöld. Hann lék á 19 undir pari, 261 höggi (67 63 65 66). DJ átti 6 högg á þann sem varð í 2. sæti en það var Andrew Putnam, sem lék á samtals 13 undir pari. Putnam er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og má sjá nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Einn í þriðja sæti varð síðan JB Holmes, á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta á St. Jude Classic SMELLIÐ Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2018 (4): Ragnhildur sigraði e. bráðabana v/Helgu Kristínu
Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Eftir hefðbundnar 72 holur voru þær Ragnhildur og Helga Kristín Einarsdóttir, GK, efstar og jafnar, báðar á 12 yfir pari og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Ragnhildur hafði betur. Í 3. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir, GK, 7 höggum á eftir þeim Ragnhildi og Helgu Kristínu. Hér að neðan má sjá úrslit í kvennaflokki á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2018 (Símamótinu): 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR -1 F 38 39 77 5 77 74 77 228 12 2 Helga Kristín Einarsdóttir GK 2 F 38 38 76 4 74 78 76 228 12 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2018 (4): Birgir Björn sigraði á Símamótinu – Var á 66 3. dag!!!
Birgir Björn Magnússon, GK, sigraði á Símamótinu nú rétt fyrir stundu. Samtals lék Birgir Björn á stórglæsilegum 13 undir pari, 203 höggum (69 68 66). Hann lék lokahringinn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum!!! Á lokahringnum fékk Birgir Björn hvorki fleiri né færri en 2 erni, 4 fugla og því miður 1 skramba. Birgir Björn átti heil 4 högg á næsta keppanda, heimamanninn Kristján Þór Einarsson, GM, sem varð í 2. sæti á 9 undir pari, 207 höggum (67 71 69). Í 3. sæti varð síðan Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, sem gengið hefir vel á undanförnum misserum og er sífellt oftar að sjást í verðlaunasætum! Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arna Rún Kristjánsdóttir – 10. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Arna Rún Kristjánsdóttir. Arna Rún á 20 árs stórafmæli í dag, fædd 10. júní 1998. Hún er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Hér heima spilar hún m.a. á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni. Arna Rún Kristjánsdóttir Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daníel Einarsson, 10. júní 1959 GSG (59 ára); Ludviga Thomsen, 10. júní 1962 (56 ára); Benedikt Lafleur, 10. júní 1965 (53 ára); Sóley Erla Ingólfsdóttir, 10. júní 1972 (46 ára); Hee-Won Han, 10. júní 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Anna Nordqvist, 10. júní 1987 (31 árs afmæli); Sigurlaug Rún Jónsdóttir, 10. júní 1997 (21 árs) og …., 10. Lesa meira










