Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Örn Guðmarsson – 13. júní 2018
Það er Magnús Örn Guðmarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Magnús Örn er fæddur 13. júní 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Magnús Örn Guðmarsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Rauðhús Til Leigu Eyjafjarðarsveit, 13. júní 1964 (54 árs); Richard McEvoy, 13. júní 1979 (39 ára); In Kyung Kim 13. júní 1988 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Handverk Beggu, 13. júní 1990 (28 ára); Særós Eva Óskarsdóttir, 13. júní 1995 (23 ára) ….. Lesa meira
GK: Minningarpúttmót Harðar Barðdal 18. júní n.k.
Púttmót fer fram í Hraunkoti þann 18. júní og hefst það kl. 18:00. Mótið er minningarmót um Hörð Barðdal, sem var frumkvöðull í því að auka þátttöku fatlaðra í íþróttum. Hörður var einn af stofnendum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi. Hann lést langt um aldur fram árið 2009. Árið 1977 var Hörður valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra og var hann sá fyrsti sem fékk þann titil. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Sigurvegarinn í flokki fatlaðra fær veglegan farandbikar í verðlaun.
Rickie Fowler trúlofast
Sorgarfréttir fyrir Rickie Fowler aðdáendur – hann er kominn af markaðnum – búinn að trúlofa sig. Sú heppna er fyrrum stangarstökkvari og núverandi fitness módel Allison Stokke. Rickie bað kærustu sinnar á strönd einni að viðstöddum vini sínum, Justin Thomas. Rickie fór niður á hnéskeljarnar í sandinum og bað Allison, sbr. meðfylgjandi mynd: Í Bandaríkjunum var svokallaður „National Best Friend Day“ daginn sem Rickie trúlofaðist. Hann skrifaði því á Instagram: „Today was National Best Friend Day so I wanted to lock mine down…I WON!!,” (Lauasleg þýðing: „Í dag er bestu vinar dagur, þannig að ég ætlaði að taka minn frá … og ÉG VANN!!“
GV: Vestmannaeyjavöllur klár í slaginn fyrir Íslandsmótið!!!
Íslandsmótið í golfi 2018 fer fram í Vestmannaeyjum en Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnar 80 ára afmæli á þessu ári. Starfsmenn GV hafa lagt mikla vinnu í því að undirbúa keppnisvöllinn fyrir stærsta golfmót ársins. Sú vinna hefur svo sannarlega skilað árangri. Undanfaranefnd Íslandsmótsins 2018 var á dögunum í skoðunarferð á Vestmannaeyjavelli. Völlurinn er í skínandi góðu ástandi, kemur vel undan vetri og þær aðgerðir sem farið var í vetur hafa skilað árangri. Þeir kylfingar sem hafa leikið í Eyjum á undanförnum vikum eru hæstánægðir með völlinn – og er því haldið fram að ástand vallarins sé með því besta sem þekkist í Eyjum á þessum árstíma. Vestmannaeyjavöllur skartar sínu fegursta þessa Lesa meira
GKB: Páll Kr. Pálsson fékk ás!!!
Það er alltaf gaman þegar kylfingar ná draumahögginu. Það gerði Páll Kr. Pálsson á Kiðjabergsvelli á dögunum. Hann gerði sér lítið fyrir síðasta dag maí mánaðar og sló beint í holu af teig á 16. braut, sem er um 120 metra löng. Golf1 óskar Páli innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Afmæliskylfingar dagsins: Birna Ágústsdóttir og Þuríður Ósk Valtýsdóttir – 12. júní 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Birna Ágústsdóttir, GK og Þuríður Ósk Valtýsdóttir. Þær eru báðar fæddar 12. júní 1963 og eiga því 55 ára afmæli í dag. Birna er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Birna Ágústsdóttir – (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Þuríður Ósk er búsett í Noregi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þuríði Ósk til hamingju með daginn hér að neðan: Þuríður Ósk Valtýsdóttir (55 ára– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru Mark Calcavecchia, 12. Lesa meira
Annika í Nesklúbbnum – Myndasería
Annika Sörenstam, einn besti kvenkylfingur allra tíma, hélt sýnikennslu í Nesklúbbnum í gær, mánudaginn 11. júní 2018, að viðstöddu fjölmenni. Annika ræddi m.a um það skipti sem hún spilaði á PGA Tour fyrst kvenkylfinga. Reyndar svaraði Annika fyrirspurn frá Ólafi Birni Loftssyni, þar um, en spurning hans var skemmtileg tilvitnun í Anniku, sem sagði á sínum tíma fyrir PGA Tour mótið 2003, sem hún tók þátt í: „að hvert sem skor mitt verður í dag þá mun Nelson (kötturinn hennar) enn elska mig. Og hvar sem fyrsta drævið mitt lendir þá get ég farið hvert sem er, fundið það og slegið aftur.“ Annika og viðstaddir hlógu á Nesinu í gær. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni og varð m.a. stigameistarari GSI 2013! Rúnar spilar í bandaríska háskólagolfinu med golfliði University of Minnesota. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson – Innilega til hamingju með 26 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (61 árs); Deborah Vidal, Lesa meira
GL: Afmælismót Steina Gísla 24. júní n.k.!!!
Árið 2018 er stórafmælisár hjá árgangi 1968. Af því tilefni mun árgangur 1968 á Akranesi halda „lauflétt“ golfmót á Garðavelli sunnudaginn 24. júní. Skagamaðurinn Sigursteinn Davíð Gíslason eða „Steini Gísla“ fæddist 25. júní 1968 . Mótið er haldið að því tilefni. Steini Gísla lést langt fyrir aldur fram þann 16. janúar 2012, aðeins 43 ára að aldri. ALLIR keppendur verða ræstir út á sama tíma kl. 18.00. Við fáum án efa bjarta sumarnótt á „Flórída-Skaganum“. Gert er ráð fyrir að keppni ljúki rétt fyrir miðnætti. Við getum því fagnað 50 ára afmælisdegi Steina Gísla í mótslok. Keppnisfyrirkomulagið er fjögurra manna Texas-Scramble. Sem þýðir í raun að þú þarft ekki að Lesa meira
NK: Annika með golfsýningu á Nesvelli kl. 11:30 – 13:00 í dag! Fjölmennum!!!
Golf sýnikennsla (golf clinic) verður í boði fyrir almenning á Nesvellinum, mánudaginn 11. júní frá kl. 11.30-13.00 Allir eru velkomnir og við hvetjum ykkur til að fjölmenna á þennan sögulega viðburð. Síðast kom Jack Nicklaus á Nesið. Nú er komið að einum sigursælasta kylfingi sögunnar. Margfaldur Íslandsmeistari kvenna og PGA kennari, Ragnhildur Sigurðardóttir, býður Anniku velkomna og Ólafur Loftsson, margfaldur NK meistari og Íslandsmeistari karla tekur þátt með Anniku. Að sögn Kristins Ólafssonar formanns Nesklúbbsins segir hann það fyrst og fremst vera heiður og mikla viðurkenningu fyrir klúbbinn að Nesvöllurinn hafi orðið fyrir valinu fyrir slíkan stórviðburð. „Við verðum tilbúin í þetta stóra verkefni. Með dyggri aðstoð sjálboðaliða úr klúbbnum búum Lesa meira










