Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 08:00

LPGA: Annie Park sigurvegari Shoprite

Það var bandaríski kylfingurinn Annie Park sem sigraði á Shoprite Classic.

Þetta er fyrsti sigur Annie Park á LPGA.

Park lék á samtals 16 undir pari, 197 höggum (69 – 65 – 63).

Í 2. sæti varð Sakura Yokomine frá Japan, einu höggi á eftir á samtals 15 undir pari, 198 höggum (70 – 67 – 61).

Þriðja sætið vermdi síðan annar kylfingur frá Bandaríkjunum, Marina Alex á samtals 14 undir pari, 199 höggum (67 – 68 – 64).  Þessar þrjár efstu voru þær einu til þess að vera á heildarskori undir 200 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Shoprite Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: