Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2018 | 17:30

Eimskipsmótaröðin 2018 (4): Ragnhildur sigraði e. bráðabana v/Helgu Kristínu

Það var Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni.

Eftir hefðbundnar 72 holur voru þær Ragnhildur og Helga Kristín Einarsdóttir, GK, efstar og jafnar, báðar á 12 yfir pari og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Ragnhildur hafði betur.

Í 3. sæti varð Anna Sólveig Snorradóttir, GK, 7 höggum á eftir þeim Ragnhildi og Helgu Kristínu.

Hér að neðan má sjá úrslit í kvennaflokki á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2018 (Símamótinu):

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR -1 F 38 39 77 5 77 74 77 228 12
2 Helga Kristín Einarsdóttir GK 2 F 38 38 76 4 74 78 76 228 12
3 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 F 40 35 75 3 80 80 75 235 19
4 Saga Traustadóttir GR 1 F 40 40 80 8 76 80 80 236 20
5 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 3 F 41 38 79 7 78 80 79 237 21
6 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 5 F 41 38 79 7 82 76 79 237 21
7 Eva Karen Björnsdóttir GR 4 F 38 41 79 7 82 76 79 237 21
8 Kinga Korpak GS 4 F 40 37 77 5 82 79 77 238 22
9 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 4 F 41 39 80 8 76 84 80 240 24
10 Heiða Guðnadóttir GM 4 F 39 42 81 9 80 79 81 240 24
11 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 4 F 39 39 78 6 81 82 78 241 25
12 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 7 F 41 40 81 9 84 80 81 245 29
13 Eva María Gestsdóttir GKG 5 F 36 39 75 3 91 80 75 246 30
14 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 4 F 40 41 81 9 86 81 81 248 32
15 Særós Eva Óskarsdóttir GR 5 F 41 38 79 7 83 87 79 249 33
16 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 6 F 48 40 88 16 81 83 88 252 36
17 Ásdís Valtýsdóttir GR 7 F 46 40 86 14 88 79 86 253 37
18 Zuzanna Korpak GS 5 F 39 39 78 6 94 82 78 254 38
19 Árný Eik Dagsdóttir GKG 6 F 42 43 85 13 89 85 85 259 43
20 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 5 F 50 42 92 20 85 86 92 263 47
21 Lovísa Ólafsdóttir GR 8 F 51 45 96 24 88 87 96 271 55

Aðalfréttagluggi: Sigurvegarar á 4. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2018 í kvennaflokkiF.v.: Helga Kristín Einarsdóttir, GK; sigurvegarinn Ragnhildur Kristinsdóttir, GR  Anna Sólveig Snorradóttir, GK og 72-faldur sigurvegari á LPGA, Annika Sörenstam. Mynd: GSÍ