Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 08:45

Gísli lauk keppni T-34 á St. Andrews Links Trophy

Gísli Sveinbergsson, GK var sá eini af íslensku keppendunum þremur, sem náði niðurskurði á St. Andrews Links Trophy.

Þrír íslenskir kylfingar þeir Aron Snær Júlíusson, GKG; Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK, hófu keppni á St. Andrews Links Trophy, en mótið fór fram í vöggu golfsins á St. Andrews, dagana 8.-10. júní 2018 og lauk í gær.

Leikið var á tveimur völlum: New Course (par-71) Old Course (par-72).

Gísli lék samtals á 3 yfir pari, 290 höggum (69 73 70 78).

Sigurvegari mótsins varð John Murphy úr Kinsale golfklúbbnum eftir bráðabana við Jannik de Bruyn frá Þýskalandi, en báðir voru þeir á 9 undir pari, 278 höggum eftir hefðbundna 72 holu keppni.

Sjá má lokastöðuna á St. Andrews Links Trophy með því að SMELLA HÉR: 

Frá því að St. Andrews Links Trophy hóf göngu sína 1989, hafa ávallt bestu áhugamenn heims tekið þátt í því – menn sem síðar hafa náð frama á golfsviðinu – menn á borð við Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose og Rory McIlroy.