Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 07:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Figueiredo sigurvegari KPMG Trophy

Það var Pedro Figureiredo, frá Portúgal sem stóð uppi sem sigurvegari á KPMG Trophy, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Figureiredo hampaði bikarnum eftir 3 manna bráðabana, þar sem hann hafði betur gegn Anton Karlsson frá Svíþjóð og Stuart Manley frá Wales, en allir voru þeir efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur, búnir að spila á samtals 22 undir pari, hver.

Par-4 18. brautin á velli L´Empereur í Ways, Genappe í Belgíu var spiluð aftur og sigraði Figureiredo á fugli, meðan Karlsson og Manley töpuðu á pari.

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, tók þátt í mótinu en komst því miður ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á KPMG Trophy með því að SMELLA HÉR: