Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 07:00

Evróputúrinn: Korhonen sigraði á Shot Clock Masters!

Það var Finninn Mikko Korhonen, sem sigraði á Shot Clock Masters í gær, sunnudaginn 10. júní 2018, á móti vikunnar á Evróputúrnum.

Korhonen lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 67 68 69) og átti heil 6 högg á þann sem landaði 2. sætinu, Connor Syme frá Skotlandi, sem lék á samtals 10 undir pari.

Spilað var í Diamond CC, í Atzenbrügg, Svíþjóð, velli sem er mörgum Íslendingum kunnur.

Sjá má lokastöðuna á Shot Clock Masters með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta Shot Clock Masters með því að SMELLA HÉR: