Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2018 | 22:00

PGA: DJ sigraði á St. Jude Classic!

Það var nr. 2 á heimslistanum, Dustin Johnson (DJ), sem vann yfirburðarsigur á St. Jude Classic nú í kvöld.

Hann lék á 19 undir pari, 261 höggi (67 63 65 66).

DJ átti 6 högg á þann sem varð í 2. sæti en það var Andrew Putnam, sem lék á samtals 13 undir pari. Putnam er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og má sjá nýlega kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR: 

Einn í þriðja sæti varð síðan JB Holmes, á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR:  (Verða settir inn um leið og þeir eru til)