Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2018 | 08:30

Nordic Golf League: Haraldur og Guðmundur luku keppni T-15 í Svíþjóð

Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon, á velli Österlens GK í Simrishamn, Svíþjóð.

Mótið var hlut af Nordic Golf League mótaröðinni; fór fram dagana 8.-10. júní 2018 og lauk því í gær.

Báðir léku þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst á samtals 3 undir pari, 210 höggum; Haraldur (69 72 69) og Guðmundur Ágúst (69 71 70).

Báðir deildu þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst 15. sætinu, sem er frábær árangur þegar litið er til þess að 156 hófu keppni.

Sigurvegari mótsins var áhugamaðurinn Morten Toft Hansen frá Danmörku, en hann lék á samtals 9 undir pari, 204 höggum (70 65 69) og munaði þar mestu um stórglæsilegan 2. hring hans upp á 65 högg.

Sjá má lokastöðuna á PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon með því að SMELLA HÉR: