Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2018 | 23:00

Annika á Stelpugolfi!

Í dag, 10. júní 2018 var Stelpugolf dagurinn og að þessu sinni mætti einn besti kvenkylfingur fyrr og síðar, Annika Sörenstam frá Svíþjóð.

Annika hélt sýnikennslu, sló högg og sagði frá undirstöðuatriðum í uppstillingu, atriðum er varða andlegu hlið golfsins, en það sagði hún ávallt hafa verið sterkustu hlið hennar, o.m.fl.

Eins sagði Annika frá deginum 16. mars 2001 þegar hún varð fyrsti kvenkylfingurinn til þess að spila á 59 höggum í LPGA móti.

Kynnir og spyrill var framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, Ólafur Björn Loftsson.

Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi kynnir Anniku Sörenstam

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Anniku Sörenstam á Stelpugolfdeginum: 

Annika Sörenstam í Stelpugolfi 10. júní 2018 á Stelpugolfdeginum hjá GKG

Sörenstam í sveiflu