Ilmur Anniku
Þann 9. febrúar 2010 skrifaði ritstjóri Golf 1 grein á iGolf vefinn sem bar heitið „Ilmurinn hennar Anniku“ og má rifja greinina upp hér: „Annika Sörenstam, einn fremsti kvenkylfingur allra tíma, hefur sett á markað nýtt ilmvatn, sem ber nafn hennar: Annika. Hvernig sem á því stendur kom bókin “Ilmurinn – saga af morðingja” fyrst upp í hugann þegar ilm Anniku bar fyrir vitin. Margir hafa séð kvikmyndina, sem byggð er á þessari metsölubók Patrick Süskind. Þar segir frá Jean-Baptiste Grenouille, sem fæðist undir fisksöluborði í París. Nöturleg koma hans í heiminn er aðeins upphafið á ömurlegri og einangraðri æsku og fullorðinsárum, þar sem hann er útskúfaður úr mannlegu samfélagi. Lesa meira
Ólafía og Ragga Sig. ræða m.a. um Anniku í Bítinu
Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir voru í Bítinu 7. júní s.l. þar sem m.a. var rætt um Anniku Sörenstam. Fyrst var Ólafía Þórunn spurð um gengi sitt á LPGA og kemur þar ýmislegt fróðlegt fram, m.a. af hverju henni hefir gengið illa upp á síðkastið. Ragnhildur sagði slíkt eðlilegt og kæmi fyrir hjá öllum kylfingum. Næst ræddu þær um Anniku Sörenstam og sagði Ólafía m.a. lengi hafa litið upp til hennar og m.a. gert fyrirlestur um hana í 4. bekk! Margt annað skemmtilegt er í viðtalinu við þær stöllur úr GR sem hlusta má á með því að SMELLA HÉR:
Annika – Fyrsti kvenkylfingurinn sem spilaði á 59 á stórmóti!
Annika Sörenstam, besti kvenkylfingur veraldar, sem nú er hér á Íslandi og mun vera með sýnikennslu á Stelpugolfi hjá GKG og NK á morgun, sagði í viðtali við GW fyrir 2 árum að hún hefði átt marga lága hringi, en engan eins og sögulegan hring hennar, sem hún átti upp á 59 högg árið 2001. Það var í Moon Valley golfklúbbnum á Standard Register PING LPGA mótinu í Phoenix, 16. mars 2001 …. dagsetningu sem henni líður eflaust seint úr minni. Annika byrjaði á 10. teig og byrjaði á því að fá hvorki fleiri né færri en 8 fugla í röð!!! Síðan, eins og kemur fram í myndskeiðinu hér að Lesa meira
Stelpugolf í dag!
Stelpugolfdagurinn 2018 fer fram í dag, sunnudaginn 10. júní milli kl. 14:00 og 17:00 á æfingasvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar líkt og undanfarin ár. Stelpugolf var fyrst haldið árið 2014 af golfkennaranemum Golfkennaraskóla PGA og síðan þá hefur gífurlegur fjöldi lagt leið sína á völlinn og sótt sér kennslu. PGA á Íslandi og Golfsamband Íslands halda uppteknum hætti en í ár mun tífaldur risameistari og einn sigursælasti kylfingur heims, Annika Sörenstam frá Svíþjóð, halda sýnikennslu í Stelpugolfi. „Við erum sérstaklega spennt fyrir Stelpugolfi í ár enda ekki oft sem Íslendingum gefst kostur á að fá golfkennslu frá einum allra besta kylfingi sögunnar. Við hvetjum alla áhugasama að taka þátt í Lesa meira
GV: Rebekka sigraði á Guinot Open
Það var Rebekka Th. Kristjánsdóttir úr Golfklúbbnum Glanna sigraði á Guinot Open kvennamótinu, sem Golfklúbbur Vestmannaeyja stóð fyrir í dag, 9. júní 2018 Ekki oft sem félagar úr Glanna sigra í mótum og er það vel!!! Mótið var punktakeppni og sigraði Rebekka á 39 glæsipunktum!!! Sjá má heildarúrslitin í Guinot Open hjá GV hér að neðan: 1 Rebekka Th. Kristjánsdóttir GGB 25 F 18 21 39 39 39 2 Oddný Sigsteinsdóttir GR 16 F 19 17 36 36 36 3 Ragna Stefanía Pétursdóttir GKG 23 F 21 14 35 35 35 4 Hrönn Harðardóttir GV 24 F 16 17 33 33 33 5 Þuríður Bernódusdóttir GM 25 F 20 13 Lesa meira
Evróputúrinn: Sögulegt!!! Charley Hull fyrsti kvenkylfingurinn m/högg mánaðarins á Evróputúrnum!!!
Charley Hull varð fyrsti kvenkylfingurinn í sögu Evróputúrsins til þess að hljóta titilinn „högg mánaðarins“. Þetta kemur til af því að Evróputúrinn stóð í fyrsta sinn fyrir blandaðri keppni þ.e. þar sem þátttakendur voru bæði karl- og kvenkylfingar, þ.e.a.s. í mótinu Golf Sixes. Högg Charley var af áhorfendum valið besta högg maí mánaðar á Evróputúrnum. Sjá má högg Chaley Hull með því að SMELLA HÉR:
PGA: Cink með ás!
Stewart Cink náði glæsilegum ási á 3. hring St. Jude Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Ásinn kom á par-3 8. holu á TPC Southwind í Memphis, Tennessee. Fjarlægðin frá teig að holu er 144 yardar eða 131,6 metrar. Stewart Cink er fæddur 21. maí 1973 og því nýorðinn 45 ára. Þetta var 5. ás Cink á ferli hans og sá fyrsti frá árinu 2012. Til þess að sjá ás Cink SMELLIÐ HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2018 (9)
Esteban Toledo er mexíkanskur kylfingur, sem e.t.v. er ekki sá þekktasti. Hann lék á PGA Tour árin 1994 og 1998-2004 og eins í mörg ár í 2. deildinni Nationwide Tour, sem nú heitir Web.com Tour. Í dag spilar Toledo á Öldungamótaröð PGA Tour þ.e. Champions Tour. Toledo er fæddur 10. september 1962 og því 55 ára. Og nú er komið að djókinu – Hann er ekki hefðbundinn golfbrandari í dag … heldur var Toledo í móti beðinn að segja uppáhaldsbrandarann sinn. Sjá má Esteban Toledo segja uppáhaldsbrandarann með því að SMELLA HÉR:
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur v/keppni í Svíþjóð
Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús taka þátt í PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon, á velli Österlens GK í Simrishamn, Svíþjóð. Mótið er hlut af Nordic Golf League mótaröðinni og fer fram dagana 8.-10. júní 2018. Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst búinn að spila á samtals 2 undir pari, 140 höggum (69 71). Haraldur Franklín, hefir spilað á 1 undir pari, 141 höggum (69 72). Fylgjast má með stöðunni á PGA Championship hosted by Ingelsta Kalkon með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-25 í Finnlandi
Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tóku þátt í Viaplay Ladies Finnish Open. Mótið fór fram 7.-9. júní 2018 á Messilä Golf svæðinu, sem er í Hollola, Finnlandi og lauk í dag Þátttakendur voru 132. Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (75 72 76) og varð T-25 í mótinu. Glæsilegur árangur!!! Til þess að sjá lokastöðuna á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR: Berglind féll úr keppni eftir 2. dag þegar skorið var niður, en hún lék samtals á 15 yfir pari, 159 höggum (81 78), en niðurskurður miðaðist við 7 yfir pari eða betra.










